Aðildarsinnar eru vinglar

Í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Heimssýn sögðust 57,3 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 42,7 prósent fylgjandi, séu aðeins tekin svör þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti.
Könnunin byggir á 589 svörum við spurningunni ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?
Heildarskipting á svörum er eftirfarandi:
Alfarið, mjög eða frekar andvíg aðild: 50,1 prósent
Hvorki hlynnt né andvíg aðild: 12,6 prósent
Alfarið, mjög eða frekar hlynnt aðild: 37,3 prósent
Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní.

Aðildarsinnar telja sig á grundvelli könnunarinnar vera í stórsókn: segir Eyjan, fullyrðir Össur, kætist Já Ísland og Evrópusamtökin halda ekki vatni.

Hér að neðan er tafla úr sömu könnun. Taflan sýnir staðfestuna í afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar. Vel innan við þriðjungur þeirra sem segjast hlynntir aðild fylla flokk ákveðnustu stuðningsmanna og segjast alfarið hlynntir aðild. Aftur er helmingur andstæðinga aðildar alfarið andvígur.

Stærsti hluti aðildarsinna samkvæmt könnuninni er hálfvolgur í trúnni, velur að auðkenna sína afstöðu með því að segjast ,,frekar hlynnt(ur)".

Málflutningur aðildarsinna gengur að mestu út á að græða á aðild að Evrópusambandinu. Vingulsháttur er líka náskyldur tækifærismennsku. Fylgi aðildarsinna mun hrynja af þeim þegar rennur upp fyrir fólki að Ísland mun greiða með sér í Evrópusambandið.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?

Alfarið hlynnt(ur)

10,3%

Mjög hlynnt(ur)

10,8%

Frekar hlynnt(ur)

16,3%

Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)

12,6%

Frekar andvíg(ur)

15,4%

Mjög andvíg(ur)

10,0%

Alfarið andvíg(ur)

24,7%


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blogg  Heimssýnar eru líka Tilfallandi athugasemdir. Amx.is er líka tilfallandi athugasemdir. Tilfallandi athugasemdir=0 ? eða samsafn af marghröktum klisjum og hræðsluáróðri. Ekki gleyma smá skammti af krónurembingi og áráttu til að mynda stöðugt ríkisstjórnir og ráðleggja flokkum um forystu þeirra. Lesendahópurinn stefnir á 0...

Hrafnafloki (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband