Föstudagur, 17. júní 2011
Útrásin, umsóknin og frestun á uppgjöri
Í algleymi útrásarinnar lagði varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, fram tillögu að enska yrði gerð jafnrétthá og íslenska hér á landi. Rökin fyrir því að gera þjóðina tvítyngda með tilskipun að ofan voru að fjármálalíf og viðskipti græddu á enskunni.
Stjórnvaldsákvarðanir til að auka peningalegan gróða voru ær og kýr stjórnmálamanna í útrás.
Þegar Samfylkingin horfði fram á afleiðingar útrásarþjónkunar flokksins dró forystan fram nýja kanínu úr pússi sínu. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu átti ein og sér að skapa forsendur fyrir hagvexti, sagði Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar og síðar ráðherra. Árni Páll lofaði að samningur við Evrópusambandið yrði tilbúinn árið 2010.
Umsóknin er pólitísk útrás, sett fram til að fresta uppgjöri við fjármálaútrásina sem endaði með hruni 2008.
Umsóknin þjónar fyrst og fremst flokkspólitískum hagsmunum Samfylkingarinnar.
Athugasemdir
Þetta viðtal við Árna Pál sýnir svo ekki verður um villst, að hann hefur ekki haft minnstu vitglóru um hvernig ferlið fer fram. Enda maðurinn tækifærissinni og pólitískur uppskafningur svo einsdæmi er.
Baldur (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.