Fimmtudagur, 16. júní 2011
Tríó er hrá snilld
Sjónvarpsserían Tríó á RÚV, annar þáttur sýndur í kvöld, er hrá snilld. Viðfangsefnið er íslenska plebbómanían þar sem túrett er blandað saman við hómófóbíu, græðgisvæðingu, erótík og fötlunaráráttu. Samtölin eru flaustursleg og uppskrúfuð tilgerð og lýsa andlegu ástandi þykjustufólksins sem varð til í útrásinni.
Tríó er billegt sjónvarpsefni fyrir sjúskaðan samtíma og hittir beint í mark.
Bravó.
Athugasemdir
Greining þín er góð, en mikið lifandis skelfing langar mig lítið til að sjá meira af þessu.
Ragnhildur Kolka, 17.6.2011 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.