Fimmtudagur, 16. júní 2011
Gjaldþrot frjálslyndra í Sjálfstæðisflokknum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður tekur sér orðið í munn, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ notar orðið, sömuleiðis Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður og gamli formaðurinn líka, hann Þorsteinn Pálsson. Orðið er ,,frjálslyndi" og er kennimark hóps sjálfstæðismanna.
Frjálslyndir sjálfstæðismenn eru hlynntir opinberum rekstri en eru jafnframt markaðssinnar þegar kemur að auðssöfnun einstaklinga sem þeir vilja gjarnan veita opinbert skjól.,,Hálfeinkavæðing" er aðferðafræði frjálslyndra til að valdir einstaklingar maki krókinn með opinberum stuðningi.
Árni Sigfússon í Reykjanesbæ hefur rekið frjálslynda rekstrarstefnu umliðin kjörtímabil. Hann setti sér markmið að fjölga bæjarbúum. Íhaldssamur stjórnmálamaður með það markmið myndi búa í haginn fyrir barnafjölskyldur og stuðla að fjölskylduvænu umhverfi og fjölga íbúum á sjálfbæran hátt. En Árni er ekki íhaldssamur heldur frjálslyndur. Hann fjölgaði bæjarbúum með því að hækka bætur og félagslegan stuðning. Suður með sjó fluttust í hrönnum einstaklingar og fjölskyldur sem þiggja framfærslu af félagslega kerfinu. Á Reykjanesi er hæsta hlutfall bótaþega á landinu og Reykjansbær er svo gott sem gjaldþrota.
Árni bæjarstjóri var einnig í fararbroddi stjórnmálamanna sem beittu hálfeinkavæðingu sér og sínum til framdráttar. Hann hálfeinkavæddi opinberar byggingar og settist sjálfur í stjórn hlutafélagsins sem fékk eigurnar til umsýslu. Þá hálfeinkavæddi Árni Orkuveitu Suðurnesja með því að selja HS-Orku til einkaaðila og er það upphaf Magma-málsins.
Í orkugeiranum hitti Árni fyrir félaga sinn í frjálslyndinu, Guðlaug Þór Þórðarson, sem var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Þegar útrásin var í algleymi, árið 2006, kepptust auðmenn við að sölsa undir sig orkuauðlindir almennings. Vegna stöðu sinnar í Orkuveitu Reykjavíkur gat Guðlaugur Þór mjólkað útrásarfyrirtækin sér til hagsbóta.
Árið 2006 sló Guðlaugur Þór tvær flugur í einu höggi. Hann sótti 55 milljónir króna til útrásarfyrirtækja handa Sjálfstæðisflokknum og gerði þar með flokkinn skuldbundinn sér. Jafnframt seldi Guðlaugur Þór þjónustu sína til útrásarauðmanna og fékk ótaldar milljónir króna í sinn prívat kosninagsjóð til að sækja að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna alþingiskosninganna 2007.
Prinsippleysi Guðlaugs Þórs og vilji til að þjóna hagsmunum andstæðum almannahag er þriðja einkenni frjálslyndra sjálfstæðismanna, á eftir frjálslegum opinberum rekstri og hálfeinkavæðingu. Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins kemur sterkur inn í þessum málaflokki.
Í janúar 2006 gekk Þorsteinn Pálsson til liðs við auðræðið þegar hann tók við ritstjórn Fréttablaðsins sem var sérstakt málgagn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baugsfjölskyldunnar. Í þrjú ár hafði Jón Ásgeir með Fréttablaðið að vopni logið því að þjóðinni að hann sætti einelti af hálfu ríkisvaldsins, einkum Davíðs Oddssonar. Með því að ganga í þjónustu Jóns Ásgeirs léði Þorsteinn lyginni stuðning sinn.
Af því sem hér hefur verið sagt um frjálslynda sjálfstæðismenn má ráða að þetta fólk er ekki heppilegt til að endurreisa Ísland eftir hrun.
Athugasemdir
Ég er ekki viss um að hægt sé að kenna Árna Sigfússyni um brottför hersins og hæsta hlutfall bótaþega. Úttekt vegna fjölda bótaþega sem þú vísar í er frá 2010 sem seint munu flokkast sem hluti af útrás.
Væri ekki sanngjarnara að líta til atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnuleysi og bótaþegafjölda í Reykjanesbæ?
Gíslataka þessa fólks á "frjálslyndis" hugtakinu er hins vegar að renna út í sandinn, því frjálsyndi er það síðasta sem manni dettur í hug þegar ESB ber á góma.
Ragnhildur Kolka, 16.6.2011 kl. 10:39
"i den" sögðu sumir að "hníflaus" sjómaður væri eins og "kuntulaus" hórs
Jón Snæbjörnsson, 16.6.2011 kl. 11:31
"Tær heimska" ætti frekar að vera það sem sameinar þessa aðila í stað meints "frjálslyndi".
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 12:24
Ertu hrunisti og þjóðargjaldþrotari Páll? Er heiftin með einokunnar sinnum svo mikil að allt verður lagt í sölurnar til að berjast gegn því að Sjálfstæðisfólk nái áttum og hafni Davíð-ismanum?
Frjálshyggjan og einokunin hefur sem betur fer runnið sitt skeið og slíkt mun aldrei aftur eyðileggja þetta þjóðfélag. Sumir sjálfstæðismenn skilja þetta.
youtube stjörnurnar Davið og Hannes gerðu sjálfan sig og fylgisveina að fíflum þegar þeir runnu á rassgatið ofan í framsóknar flórinn.
Þeir svömluðu svo í haughúsi spillingar og hagsmunapots í 12 ár og skildu við þjóðina gjaldþrota eftir að hafa "selt" fyrirtæki samfélagsins til manna sem fóru um með stolna peninga út á kvóta sukk sem upphófst með stuðningi youtube feðganna D & H
Sem betur fer er hreifing innan flokksins sem þorir að ympra á því að eitthvað gæti jú hafa farið úrskeiðis en menn eru logandi hræddir við KVÓTAPÚKANN frá Akureyri sem hamast enn á bitanum í rjáfri Valhallar ógnandi öllum sem lofa sér að hafa sjálfstæða skoðun.
Þrátt fyrir að halda áfram með fasíksar árásir á menn mun þetta NÁ-LIÐ ekki halda velli mikið lengur. Menn þola illa skítalykt úr haughúsum og vilja losna sem fyrst við fnykinn svo ekki sé minnst á PÚKAN á bitanum.
Ólafur Örn Jónsson, 16.6.2011 kl. 12:28
Þetta orð, frjálslyndi, er misnotað á alla kanta.
Fyrir skemmstu lagði þingmaður fram fasískt frumvarp um reykingar en kennir sig jafnan við frjálslyndi.
Eins og annað í íslenskri stjórnmálaumræðu er þetta orð ónýtt.
Hér þarf hins vegar að hefja umræðu um umburðarlyndi.
Það er lítið á Íslandi og fer ört þverrandi.
Karl (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 14:04
Það er svo merkilegt með þetta orð að það er bara eitt að gera fyrir þá sem segjast frjálslyndir;
Gangið í samfylkinguna.
Ónýtt, misnotað orð sem tapað hefur merkingu sinni vegna misnotkunar. Passar vel í samfylkinguna.
(Sammála Karli að umburðarlyndi væri vel nothæft áður en samfylkingarfólki dettur það ágæta orð í hug).
jonasgeir (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 14:29
Það eru til hægri öfgamenn og síðan erum við frjálslyndir hægri menn.
Hægri öfgamenn náður undirtökum í Sjálfstæðisflokknum með komu Davíðs Oddssonar. Þá hófust "fasískar" ofsónir á hendur þeim mönnum sem ekki voru "honum" þóknanlegir. Annað hvort með eða á móti stefnan varð alls ráðandi.
Þetta hentaði "kvótaklíkunni" innan LÍÚ og þeir stóðu strax við bakið á Davíð Oddssyni og má segja að þetta kvóta-svínarí hafi verið innsiglað í opinberri heimsókn Davíðs til Samherja.
Það má segja að EINOKUNIN sanni hve langt til hægri Davíð var kominn með flokkinn þar sem styttast var farið í að loka hringnum því EINOKUN er einkenni kommúniskra stjórnhátta og verða að skammaryrði í herbúðum okkar Sjálfstæðismanna.
Af hverju nefni ég fasisma? Jú eftir að kvótklíkan bolaði mér úr starfi mínu vegna greina sem ég skrifaði í Moggan hóf ég störf hjá Hampiðjunni. Við stofnun Frjálslynda Flokksins sem ég tók þátt í að stofna byrjaði ég að berjast gegn kvótakerfinu.
Þorsteinn Már Baldvinsson kom þá ásamt fleiri útgerða aðilum og í umboði Davíðs og kröfðust þess að ég yrði tafarlaust rekinn úr vinnu.
Svona aðfarir gegn einstaklingi sem gerir ekkert annað en að berjast með rökum gegn spillingu og svívirðilegri hagsmuna gæslu sem sannanlega skaðaði þjóðar hag er ekkert annað en FASISMI.
Sannleikurinn er sverð mitt og heiðarleikinn minn skjöldur gegn spillingunni sem gróf um sig í kringum allt sem snerti kvótann.
Ólafur Örn Jónsson, 16.6.2011 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.