Miðvikudagur, 15. júní 2011
Vinstrihjarðmennska háskólafólks
Hjarðmennska einkennir stóran hluta háskólafólks á Íslandi. Stór þjóðfélagsmál síðustu ára og missera s.s. útrásin, ESB-umsóknin og Icesave-umræðan hafa leitt í ljós yfirþyrmandi hérahátt og heimsku meðal háskólafólks.
Útrásarauðmenn keyptu sér velvild og þjónustu háskólamanna. Þegar Baugsfylkingin komst til valda í stjórnarráðinu var einfalt fyrir háskólaliðið og veðsetja sannfæringu sína valdhöfum með sömu afbrigðilegu hneigðina að það sjálft sem er að binda trúnað við vald og auð. Heiðarlegar undantekningar eru á þessum heilkennum en þær eru fáar og langt á milli þeirra.
Háskólar eiga að heita miðstöðvar gagnrýnnar hugsunar. Íslensku háskólarnir eru meira í ætt við þjónustustofnanir fyrir atvinnulífið og stjórnkerfið.
Segir íslenskt háskólafólk of einsleitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er það kallað þegar einn stjórmálamaður opnar ekki munn né sendir frá sér pistla nema gagnrýna annan stjórnmálamann?
Alltaf þann sama.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 16:36
Hér eru ótrúlega lélegar háskóladeildir starfræktar við HÍ og HR.
Bifröst er prófamylla.
Þjóðin er enda illa menntuð.
Og hörmulega illa upplýst.
Sem útskýrir ágætlega ástandið hér.
Rósa (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 16:52
Hjarðmennska hefur aldrei verið eins útbreidd og nú. Áður fyrr var hægt að fyrirgefa fólki leiðitemd vegna fákunnáttu, en háskólafólk hefur ekki þá afsökun. Það kann og veit en kýs að virkjar gagnrýna húgsun sértækt.
Ragnhildur Kolka, 15.6.2011 kl. 17:45
Þessi hjarðmennska birtist vel í fastagestum í Silfri Egils.
Ákaflega einsleitt fólk í þeim sprenghlægilega þætti.
Karl (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 17:51
ég er hægrisinnarður mastersemi í háskólanum og kaus JÁ.
þannig að rökin þin með vinstri hjarðmennsku er fokin út í veður og vind.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.6.2011 kl. 19:39
@sleggjan
Þegar þú ert hættur að vera nemi og kominn á spenann í vinnu hjá háskólanum umbreytist þú í "vinstri sinnað háskólafólk" með hjarðhegðun.
Kristinn (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 20:35
Hvernig er hægt að hafa svona einstrengilega sýn án þess að vera vagnhestur eða á mála hjá einhverjum?
Sigurbjörn Sveinsson, 15.6.2011 kl. 21:34
Seinast þegar ég vissi var erfiðara að standast bílpróf í Venezúela heldur en að útskrifast í einhverjum af þessum félagsvísindagreinum í HÍ... eina sem virðist þurfa til er að nenna að dúsa :)
Jónatan (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 22:26
Bílpróf hérna heima eru blýþung,margir vel að sér og greindir þurfa að taka það upp,sumir 2svar. Það sýnir hve prófdómarar eru strangir. Ég sat í gær yfir nemendum H.Í. í prófum,svo-kölluðum sjúkraprófum. Það er aðdáunarvert að sjá hve fatlaðir nemendur,eins og daufdumbir og nemar með prófkvíða leggja mikið á sig. Þótt þessi pistill fjalli um pólitík,er þetta mér ofarlega í huga,akkurat núna. M.b. kv.
Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2011 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.