Steypa Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson valsaði um íslenskt fjármálalíf og fléttaði saman völdum keyptum í krafti peninga annars vegar og hins vegar dagskrárvaldi opinberrar umræðu í gegnum fjölmiðlaveldiið 365 miðla. Ímyndin um röska strákinn af Seltjarnarnesi sem stundaði heiðarleg viðskipti en var ofsóttur af valdhöfum var búin til af fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs.

Hornsteinn fjölmiðla Jóns Ásgeirs er Fréttablaðið. Forsíðufréttin í dag, um skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri, sem hann kallar ,,steypumál", getur átt sér tvær skýringar. Í fyrsta lagi að hér sé upphaf fjölmiðlafléttu til fegra Jón Ásgeir. Í öðru lagi að Fréttablaðið sé hætt að skrifa um eiganda sinn í helgisögustíl.

Framhald á steypu Jóns Ásgeirs í Fréttablaðinu verður forvitnilegt. 


mbl.is Krefur Jón Ásgeir um 15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Suss þú gætir verið kærður fyrir rógburð gagnvart saklausum manni!

Sigurður Haraldsson, 15.6.2011 kl. 10:56

2 identicon

Það er á kristaltæru að það þjónar hagsmunum Jóns Ásgeirs einum að Frérrablaðið fjalli um hann, sama hvernig er.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 13:14

3 identicon

Eg er komin með nóg af honum Jóni Ásgeiri.

Það segir mikið um núverandi stjórnvöld að þessi maður komist enn upp með að þykjast mikils verður í umræðunni.   Og það fjármagnað af ríkisbankanum í þokkabót.

...Bara af því að hann hefur alltaf talað illa um Davíð Oddson.  ..Eða er önnur skýring á þessu?

Án þessa mans hefði fall íslenska hagkerfisins orðið þúsunda milljarða minna.  Það er það merkilega.  ...Og því miður hefði núverandi seðlabankastjóri ekki stöðvað hann á sínum tíma, eins og þó DO gerði þrátt fyrir allt.

Jón Ásgeir er segi ég hér, gæti ég trúað, stórtækasti þjófur Íslandssögunnar.  Og það virðist sem vinstri spillingin sé hæst ánægð!  Bara brosir kjánalega. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 13:35

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sár er sannleikurinn jonasgeir!

Sigurður Haraldsson, 15.6.2011 kl. 16:04

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Fréttastofa RUV sér ekki ástæðu til að segja frá svona smámunum.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.6.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband