Vinstri græn Byr-spilling

Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag til að vekja athygli á spillingarvæðingu Vinstri grænna á gjaldþrota Byr.

Til upprifjunar 

Byr er til sölu hjá fjölskyldu sem makar krókinn í skjóli vinstristjórnar. Ferðalag Byrs um lendur stjórnsýslunnar eftir hrun er með öll einkenni fávísi og spillingar  þar sem almannafé rennur um þjófóttar greipar fólks er lifir í heimi útrásar.

Yfirstandandi söluferli á Byr er klætt í þann búning að um eðlileg viðskipti sé að ræða. Bankakerfið er ofvaxið og ætti að grisja.

 Til upprifjunar II

Eftir færslu fyrr í dag um Byr bárust blogginu eftirfarandi skilaboð

Eva B. Helgadóttir form. slitastjórnar BYR er systurdóttir Stefáns Ingimar Bjarnasonar eiganda Stillingar hf mágs Álfheiðar Ingadóttur þingkonu VG, Ástráður Haraldsson er vinur og samstarfsfélagi Evu B. Helgadóttur á lögfrðistofunni Mandat ehf, hann situr líka í stjórn Arctica Finance með eiginmanni og móðurbróður hennar þeim Stefáni Þór Bjarnasyni og Bjarna Þórði Bjarnasyni. Ástráður er líka vinur Sigurmars Albertssonar eiginmanns Álfheiðar Ingadóttur.

Að því gefnu að fjölskyldu- og vinatengslin séu rétt er líklega óhætt að spyrja hvort Vinstri grænir hafi tekið upp nýja skilgreiningu á spillingu. Ef svo er væri þénugt fyrir almenning að skilgreiningin lægi frammi, svona í ljósi þess að Vinstri grænir eiga aðild að ríkisstjórn sem í orði kveðnu er fyrir þjóðina en ekki vini og vandamenn forystu flokksins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband