Dagskrá ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. tæmd

Erindi vinstriflokkana við íslenskan almenning er lokið. Eftir hrun var þjóðin í taugaáfalli og tók sjens á vinstristjórn. Umboðið sem ríkisstjórnarflokkarnir fengu frá kjósendum var að gera upp við hrunkvöðlana og leggja drög að endurreisn.

Kosningasigurinn vorið 2009 notuðu vinstriflokkarnir ekki skynsamlega. Dómgreindarleysi og heigulsháttur forystu Vinstri grænna hleypti í gegnum þingið umsókn um Evrópusambandið. Drýldni og hroki Samfylkingar var á bakvið atlögu að grunnatvinnuvegi þjóðarinnar í einn stað og í annan stað stjórnlagaþingsfíflagangur sem var ómerktur af Hæstarétti aðeins til að vinstrimeirihlutinn á þingi bjó til umboðslaust stjórnlagaráð.

Með ofantöldu samt Icesave-klúðri og einelti gagnvart Geir H. Haarde er ríkisstjórn Jóhönnu Sig. komin á leiðarenda. Stjórnin lafir um sinn en aðeins að nafninu til.


mbl.is Breytingatillaga við breytingatillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vonandi lafir hún ekki meðan ég lifi,verð að fá að sjá og fagna.

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2011 kl. 19:01

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Vona að þú reynist sannspár.

Steinarr Kr. , 11.6.2011 kl. 20:02

3 identicon

Hún lafir varla þangað til nytt þing verður sett ,sannið til .... Svo hefur þessi Rikisstjórn EKKI haft neitt á Dagskrá ...aðeins bullað um sin gæluverkefni  ,og sú dagskrá er á enda NÚNA !!!!!!!!!!!!!!!

Ransý (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 20:22

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru til nægir "peningar" til að ausa í þessa andvana fæddu ESB aðlögun (sem Landráðafylkingarfólk kallar "umsókn") en það er ekki til fjármagn til að reka Landhelgisgæsluna sómasamlega.  FINNST FÓLKI ÞESSI FORGANGSRÖÐUN Í LAGI??????????

Jóhann Elíasson, 11.6.2011 kl. 21:20

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Staðreyndir málsins Páll og þakka þér fyrir.  Tek annars undir með Helgu Kristjánsdóttur  og þykir með ólíkindum mátleysi stjórnarandstöðunnar.   

Hrólfur Þ Hraundal, 12.6.2011 kl. 08:25

6 identicon

Góðan dag

Vinsælir ríkisstjóirnarinnar hækka á milli mælinga Gallup þegar búið er að kyrkja heimilin og atvinnulífið sl.2 ár?  Hvernig má þetta vera?

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband