Deidre Lo og hugarfar Jóns Ásgeirs

Björn Bjarnason skrifaði 400 blaðsíðna bók um Baugsmálið en það eru líklega nokkru fleiri blaðsíður en Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri hefur lesið í nokkurri bók. Jón Ásgeir krefst miskabóta vegna þess að á einum stað stendur ,,fjárdráttur" þar sem ætti að vera ,,bókhaldsbrot." Jón Ásgeir er næmur á smáatriðin.

Í Rosabaugi eru upplýsingar um uppgang Baugsveldisins, dómsmálið gegn auðhringnum, málsvörn og pólitísk sambönd Jóns Ásgeirs.

Í kafla um málsvörnina segir frá Deidre Lo sem Baugur flutti inn til landsins að tala sínu máli. Blaðið birtir viðtal við hana 18. ágúst 2005 og Björn endurbirtir. 

Lo játaði að fjárstreymið [frá Baugsfeðgum til Jóns Geralds vegna útgerðar Thee Viking í Flórída] væri ákaflega flókið. Hún sagði Jóni Ásgeiri margt betur gefið en nákvæmni, þegar krónur og aurar væru annars vegar, hans hæfileiki væri að sjá stóru myndina. ,,Maður skilur þessi mál ekki almennilega fyrr en maður áttar sig á hugarfari Jóns Ásgeirs," sagði Deidre Lo.

Hugarfar Jóns Ásgeirs er um það bil eftirfarandi: Jón Ásgeir gerir aldrei neitt rangt en vondir menn hafa sótt að honum og beitt til þess óvönduðum meðölum. Baugsskáldið Hallgrímur Helgason lýsi Jóni Ásgeiri réttast með þeim orðum að þar fari ,,besti viðskiptasonur Íslands."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tel litlar líkur á að jafn nákvæmur maður og Björn hafi óvart skrifa "fjárdráttur" í stað bókhaldsbrot. 

Fátt er betra en að fá hótanir um málsókn til að vekja athygli á bókinni.  Að hóta málsókn fyrir að efnislega segja sannleikann segir hversu illa nákvæmlega rétt orðaður sannleikinn í bókinni af svíðingsverkum eiganda Samfylkingarinnar hefur augsýnilega hitt ræfilinn illa fyrir. 

Tæknilega hlýtur bókhaldsbrot að vera eitt stig fjárdráttar og auðvelt að rökstyðja slíkt.  Nú hefur Jón Ásgeir hótað málsókn nánast öllum sem hann telur hafa á sig hallað svo Björn er örugglega hæstánægður að bætast í hóp ágætra aðila sem vilja þjóðinni vel.  Frægast voru viðbrögð auðrónans þegar hann sagðist ætla að draga þáverandi forsætisráðherra fyrir dómstóla vegna frásagnar Davíðs um mútuboð Hreins Loftssonar frá auðrónanum sem milligöngumaður Jóns Ásgeirs.  Og hvað varð um kæruna?  Getur ekki einhver mannvitsbrekka Baugsfylkingarinnar sem ganga um froðufellandi yfir útgáfunni sem trónir efst á metsölulistanum gengið í að spyrja átrúnaðargoðið og birta á sorpvetvöngunum sem þeir halda úti?  Brekkur eins og Reynir "hljóðupptekni" Traustason og sjálfur Egill Helgason álitsgjafi ríkisins. 

Það er afar skemmtilegt er að lesa viðbrögð yfir skítadreifaranna og blogglúðrasveitar Baugsfylkingarinnar á Eyjunni sem keppast við að drulla yfir bókina og höfundinn, þó augljóst er að viðkomandi hafa ekki lesið staf í henni, - eða treysta á að þeir sem lesa gagnrýnina hafi ekki gert það heldur.

Bókin er ekkert annað en afar ítarleg og vönduð samantekt úr fjölmiðlum um málið eins og td. aldirnar okkar.  Björn er einungis að safna saman annarra umfjöllun og raða upp í rétta tímaröð, og koma þessar grátkerlingar á vegum Baugsmanna vissulega við sögu og líta vægast sagt ekki allir mjög vel út miðað við það sem hefur komið í ljós frá því að málið var sem mest á dagskrá.  Persónulegt álit Björns eða óstaðfestar sögusagnir eins og þeir hinir þrífast á eru hvergi að finna, svo að menn þurfa enn að bíða slíkra kjaftasagnaumfjöllunarinnar ala Reynir Traustason í bók og bíómynd Baugsfeðga sem hljóta að vera að koma á markað.  Eða er ekkert að marka þær hótanir og gýfuryrði þessarra dáðustu manna Baugsfylkingarinnar, sem ma. hafa haldið forsætisráðherranum og flestum ráðherrum, þingmönnum Baugsfylkingarinnar ásamt flokknum sjálfum á ofur - "styrkjum" sem Mörður Árnason fullyrðir að eru mútur. 

Órekjanlegar 300 milljónirnar sem Davíð átti að fá hafa nýst Baugsmönnu afar vel í að fjárfesta í Baugsfylkingunni eins og þjóðin hefur fengið að kynnast.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 14:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Egill afgreiddi bókina með því að kalla hana langa bloggfærslu, með mikilli vanþóknun. Dómur, sem öll blogglúðrasveit Samfylgingarbaugsins hefur bergmálað síðan, án þess náttúrlega að hafa lesið.

Ef bókin er löng bloggfærsla, þá spyr ég...so what?  Er það ekki innihaldið, sem skiptir máli?  Ég veit ekki betur en að margar bloggfærslur eru ítarlegar og málefnalegar, sem menn hafa lagt mikla vinnu og rannsóknir í. Það er þó ekki eitthvað sem segja má um blogghnýtingar Egils í langa tíð. Þær geta varla staðið undir nafni sem athugasemdir og lausspunninn hreytingur.

Lára Hanna og fleiri hafa notað bloggið sem áhrifamikinn miðil, hvað sem menn segja um efnið, en þegar það hentar Agli, þá tengir hann  bloggið við lægsta samnefnara.  Honum og Samfylkingunni er náttúrlega mikið í mun að tala niðurvægi bloggsins í málefnaþrotunum.

Bók Bjarnar (þótt ég sé engin aðdáandi hans) er greinargerð og rannsókn á atburðarrás sem margir samfylkingarmenn vilja helst gleyma.

Það var kostulegt um daginn að sjá Egil birta Borgarnesræðuna og fullyrða að í enni væri ekkert merkilegt. Allur jákórinn fylgdi eftir í löngum spalta, hver af öðrum og var sammála. Þetta var bara ræða um að standa saman og elska friðinn, jafnrétti og blablabla án nokkurrar merkingar í þeirra augum, þegar allir aðrir, sem ekki eru með sovétblokk í hausnum, sjá að inntakið er að tala gegnopinberum afskiptum og hömlum á hið "blómlega" viðskiptalíf.  Ræða sem einmitt er haldin til varnar Baugi á meðan á málaferlum stóð.

Það var ástæða fyrir ræðunni. Ástæðan var að gagnrýna hömlur á banka og viðskiptastarfsemi og heimta enn fríara spil. Allt á sömu nótum og þegar spunamaskínan var notuð til að koma í veg fyrir takmarkað eignarhald á fjölmiðlum.

Ef menn skoða þessa atburðarrás, þá leynist engum hver á Samfylkinguna og fyrir hverja hún starfar. Það þarf raunar ekki annað en að skoða s.l. misseri til að fá fullvissuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Engin efnisleg greining né gagnrýni hefur birst um bókina. Bara non sequitur og ad hominems og strámennska. Það yrði of upplýsandi um agenda þessa liðs ef þeir færu nú í efnislegra mat.  Þá sæist of vel hverjum herranum þeir þjóna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2011 kl. 15:47

4 identicon

Ég held ég þekki engan lengur sem telur Egil Helgason vera hið minnsta faglegan þjóðfélagsrýni eða gagnrýnanda. Flestir telja hann bara vera uppblásið merkikerti.

Björn (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 19:23

5 identicon

Augljóslega mistök sem höfundur hefur beðist afsökunar á og hyggst leiðrétta.

Bókin er raunar mjög góð.

Karl (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 20:30

6 identicon

Ég skil ekki hvað ákveðnir aðilar láta Egil Helgason fara í taugarnar á sér.

Er húmorinn alveg farinn?

Þáttur hans er það fyndnasta sem ég sé í sjónvarpi. 

Og bloggið alveg meiri háttar.

Karl (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband