Fimmtudagur, 9. júní 2011
Gunnar Smári sorglega fávís, ha?
Talsmaður ADHD segir nýjan formann SÁÁ, Gunnar Smára Egilsson, sorglega fávísan. Við skulum athuga að Gunnar Smári er menntaður á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og hlýtur því að kunna sín vísindi um geðlækningar og önnur þau fræði er gera einstakling heilsteyptan.
Að segja Gunnar fávísan er upp á skandinavísku, ,,smör på flesk."
Sorglega fávís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll.
Ég skil ekki fyllilega athugasemd þína. ADHD, sem er athyglisbrestur með ofvirkni, er í raun athyglisbrestur með vanvirkni. Rítalín er lyf sem eykur dópamín seytingu miðtaugakerfis og eykur örvunarstig þess sem þess neytir. Hyperactivity disorder er í Hypoactivity disorder sem meðhöndlað er með örvani lyfjum
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 20:39
Fyrirgefðu, eitt orð datt út. Síðastas setningin átti að vera "Hyperactivity disorder er í raun Hypoactivity disorder" sem usw........
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 20:43
Nei, ADHD þýðir ekki hypoactive disorder, heldur hyperactive, en lyfið vinnur öfugt/öðruvisi í börnum en fullorðnum:
Typically stimulant drugs increase the mental activity and physical activity levels on people who take them making them more alert and active. However, Ritalin, given in the smaller doses that are prescribed for ADHD, has the exact opposite effect.
Líka er fjöldi fólks sem telur að það sé engin röskun í börnum sem hafa verið STIMPLUÐ með ADHD, heldur hafi fullkomlega eðlileg barnshegðun verið stimpluð sem röskun eða sjúkdómur. En börn geta jú illa verið grafkyrr og ung börn geta það nú bara alls ekki. Það þola sumir foreldrar og fullorðið fólk hinsvegar ekki og vill róa börnin niður með sterku lyfi. Lyfið er vanabindandi.
Elle_, 9.6.2011 kl. 21:07
Líka:
Methylphenidate works by affecting a few of the natural chemicals found in the human brain. Specifically, it increases the levels and activity of two chemicals found in the brain called dopamine and noradrenalin and these can have an effect on controlling not only behavior, but attention levels as well. Children do not produce these two chemicals as much as adults do and it is believed that the addition of the Ritalin into the system helps stimulate the production of these two chemicals.
Elle_, 9.6.2011 kl. 21:12
Mjög áhugaverð grein um þetta efni en að vísu ekki eftir sjálfskipaðan sérfræðinginn Gunnar Smára Egilson, heldur Grétar Sigurbergsson geðlæknir sem svarar ásökunum sjálfskipaðs sérfræðings SÁÁ og Kastljós, sem réðust ma. á hann í afar óvísindalegri umfjöllun sinni.
Þar sem greinin birtist í Morgunblaðinu sem fylgismenn stjórnvalda lesa aldrei, er ekki úr vegi að birta hana hér og vonandi síðuhaldara að meinalausu og öðrum til upplýsingar.:
"Oft heggur sá er hlífa skyldi
Grétar Sigurbergsson
Öðru hvoru kemur fram gagnrýni á lyfjameðferð vegna athyglisbrests og ofvirkni, oftast vegna barna. Slík gagnrýni er í mörgum tilfellum algerlega eðlileg og skiljanleg, enda börn sem eiga í hlut. Slík umræða lognast yfirleitt út af af sjálfu sér þegar málið er útskýrt af þeim sem kunna skil á málefninu.
Nú hefur það aftur á móti gerst, í fyrsta sinn að því er ég best veit, að heilbrigðisyfirvöld hafa haft forgöngu um að hleypa af stokkunum hatrammri áróðursherferð gegn meðferð fullorðinna með ADHD, en eins og flestir læknar vita nú orðið, þá er ADHD kvilli sem þjáir jafnt börn sem fullorðna. ADHD er arfgeng taugaröskun, sem veldur mismikilli truflun á m.a. einbeitingu, virkni og skapstjórn. Meirihluti þeirra, sem þjást af þessum kvilla í bernsku og á unglingsárum, hefur einkenni áfram á fullorðinsárum, sem geta valdið verulegri truflun á öllum sviðum lífsins. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að fullorðnir með ADHD verða mikill baggi á heilbrigðiskerfinu, sérstaklega ef þeir fá ekki viðeigandi meðferð og er þá oftast um lyfjameðferð að ræða. Meðal þess sem oft þjáir fullorðna einstaklinga með ADHD, sé ástandið ekki meðhöndlað, eru geðlægðir, geðhvarfasjúkdómar, kvíðaraskanir og áfengis- og vímuefnaneysla. Fullorðnir einstaklingar með ómeðhöndlað ADHD njóta stundum hvorki hæfileika sinna né greindar í námi, starfi eða samskiptum við aðra. Viðeigandi lyfjameðferð getur bætt líðan þeirra á afgerandi hátt.
Meðferð er forvörn
Endurteknar rannsóknir hafa sýnt að ungmenni með ADHD eru helmingi líklegri en önnur ungmenni til að lenda í vímuefnaneyslu. Rannsóknir á fullorðnum með ADHD hafa sýnt að a.m.k. þriðji hver einstaklingur sem leggst inn á meðferðarstofnanir vegna vímuefna er með ADHD og að þeir eru mun líklegri en aðrir til að ljúka ekki meðferð eða hafa ekki gagn af henni. Þeir eru mun líklegri en aðrir til að lenda í hópi þeirra sem þurfa á ítrekuðum innlögnum að halda og verða allt of oft eiturlyfjum að bráð.
Virtar meðferðarstofnanir víða um heim gera sér far um að greina þennan vanda hjá fólki. Á Mayo Clinic í Bandaríkjunum greinast 28% þeirra, sem eru í meðferð vegna vímuefnaneyslu, með ADHD. Helmingur þeirra sem eru greindir með ADHD á þeirri klínik er útskrifaður á viðeigandi lyfjum við ADHD í því skyni að draga úr endurinnlögnum.
Ég lít á mig sem brautryðjanda hér á landi hvað varðar meðferð og fræðslu um vanda fullorðinna með ADHD. Áhugi minn fyrir þessum málum vaknaði á þeim tíma sem ég starfaði í fangelsum landsins. Rannsóknir, bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, sýndu að helmingur karla sem eru í fangelsum er með ADHD.
Það er afar mikilvægt að þeir sem málið varðar átti sig á því að ADHD á fullorðinsárum er mikill sjúkdóms- og slysavaldur sem kostar þjóðfélagið margfalt meira en sú lyfjameðferð sem notuð er til að draga úr þjáningum þessa fólks.
Á árinu 2003 sendi ég Landlæknisembættinu mikla samantekt á vönduðum rannsóknum á ADHD hjá fullorðnum. Bæði þáverandi landlæknir, Sigurður Guðmundsson, og aðstoðarlandlæknir, Matthías Halldórsson, sýndu málefninu mikinn skilning og lögðu sig fram um að kynna sér það og verja málstað sjúklinga með ADHD.
Ég hef haldið fyrirlestra um ADHD hjá fullorðnum nokkuð víða og skrifaði greinar um málefnið. Undanfarin ár hef ég kennt læknanemum við Háskóla Íslands grunnatriði sem varða þessa taugaröskun og meðferð hennar.
Fullorðnir með ADHD meðhöndlaðir um allan heim
ADHD hjá fullorðnum er meðhöndlað í vaxandi mæli vítt og breitt um heimsbyggðina. Bandaríkjamenn hafa nokkra sérstöðu og voru brautryðjendur allt frá upphafi í meðferð barna með ADHD og síðar einnig fullorðinna. Við Íslendingar höfum enga sérstöðu í þessum málum nema e.t.v. þá að hafa verið fyrri til en Evrópuþjóðir almennt að dreifa þekkingu um ADHD í þjóðfélaginu, ekki síst meðal lækna. Flestir heimilislæknar hérlendis eru nú vel meðvitaðir um ADHD bæði hjá börnum og fullorðnum.
Í þeirri einkennilegu umræðu sem heilbrigðisyfirvöld kynda nú undir hafa komið fram staðhæfingar um að við Íslendingar eigum »heimsmet í neyslu ritalins. Staðreyndin er sú að mjög hefur dregið úr notkun ritalins í Bandaríkunum vegna tilkomu nýrra lyfja við ADHD, sem ekki eru á markaði hér á landi. Má þar helst nefna lyfið adderall sem hefur reynst mjög vel. Þegar á heildina er litið stöndum við nokkurn veginn jafnfætis Bandaríkjamönnum hvað notkun örvandi lyfja við ADHD varðar og er það vel.
Skrýtnar nefndir
Heilbrigðisyfirvöld hafa komið á legg hverri nefndinni á fætur annarri á undanförnum mánuðum til að stemma stigu við lyfjameðferð fullorðinna með ADHD. Hefur þess verið vandlega gætt að enginn sem þekkingu hefur eða reynslu hvað varðar ADHD veljist í þessar nefndir. Flestir sem skipaðir eru í þær eru embættismenn og virðist sem þeim sé helst talið til tekna að hafa ekkert vit á málinu.
Svo dapurlegt sem það nú er, þá virðist oft vera talið sjálfsagt að ráðast á geðsjúka í fjölmiðlum. Í yfirstandandi krossferð yfirvalda hafa margir slegið sig til riddara. Er ekki hikað við að beita hvaða vopnum sem er til að hafa mannorðið af fólki. Beitt er trúnaðargögnum sem látin eru leka í fjölmiðla, gögnum úr lyfjagrunni Landlæknis sem heilbrigðis-/velferðarráðuneytið hefur haft undir höndum undanfarna mánuði og stjórnarmenn í Geðlæknafélagi Íslands hafa barið þar augum. Höggin eru þung þessa dagana og mörg hver vel undir beltisstað.
Ég hef alla tíð verið mjög tortrygginn á sk. miðlæga gagnagrunna þar sem geymdar eru viðkvæmar upplýsingar um heilsufar fólks. Í vor sendu Sjúkratryggingar Íslands mér lista yfir þann hluta sjúklingahóps míns sem ég hefi á undanförnum árum meðhöndlað með ritalinskyldum lyfjum, alls 375 sjúklinga. Á listanum voru nöfn allra þessara einstaklinga, kennitölur og heimilisföng. Þessi gögn voru send mér í almennum pósti! Það þarf ekki að hafa mikið hugmyndaflug til að átta sig á hættunni sem stafar af slíkri meðferð viðkvæmra trúnaðargagna. Ég var ekki einn um að fá slíka sendingu heldur fengu hana nær allir þeir fjölmörgu læknar sem meðhöndlað hafa fullorðna með ADHD.
Árásir úr óvæntum áttum
Meiðandi ummæli koma nú úr óvæntustu áttum. Ríkissjónvarpið, sem ég hefi ekki áður reynt að óvönduðum vinnubrögðum, sá ástæðu til nafnbirtingar á læknum sem eru hvað ötulastir við að meðhöndla ADHD hjá fullorðnum, eins og um harðsvíraða glæpamenn væri að ræða. Það svíður þó sárast að þessi grimmilegi áróður, sem hlýtur að lokum að skrifast á heilbrigðisyfirvöld, er farinn að bitna illilega á mínum skjólstæðingum. Við það verður ekki unað. Ég veit að margir sjúklinga minna eru bæði hryggir og reiðir yfir þeirri rógsherferð sem beint er gegn mér og mínum skjólstæðingum þessa dagana. Ég vil fullvissa þá um að ég mun standa af mér þessa orrahríð eins og aðrar og að ég mun, sem fyrr, berjast fyrst og síðast fyrir þeirra hagsmunum.
Ég mun, eftir sem áður, stunda mín læknisstörf af metnaði og í samræmi við læknisfræðileg vísindi. Ég er stoltur af starfi mínu og því sem ég hefi komið til leiðar í málefnum fullorðinna með ADHD.
Í því miðaldamyrkri, sem nú ríkir í þessum málum, gladdi mig ósegjanlega sú vonarglæta sem birtist í formi fréttar af evrópskri rannsókn, sem Háskólinn á Akureyri tók m.a. þátt í. Samkvæmt henni er vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi (þrátt fyrir allar upphrópanir frá SÁÁ) með því minnsta, sem þekkist í Evrópu. Þessi rannsókn, sem að sjálfsögðu er ekki hampað mjög þessa dagana, gæti í mínum huga verið vísbending um að virk meðferð við ADHD sé nú að skila sér sem forvörn gegn vímuefnaneyslu.
Þessa dagana koma æ oftar upp í hugann hin fleygu orð Ólafs Pá, úr Laxdælu, sem hann viðhafði er hann lenti í hafvillu á skipi sínu við Írland:
Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 21:49
Kannski meinti Kristján að ofan að einbeitingarskortur falli undir ´vanvirkni´ og það er skiljanlegt en hann er sagður stafa af ofvirkni (hyperactivity) í ADHD. SIGNS AND SYMPTOMS: Inattention, impulsivity, hyperactivity.
Hinsvegar hafa eðlileg börn of oft verið stimpluð ofvirk. Vissulega getur einbeitingarskortur stafað af ýmsum erfiðleikum í lífi manna þó það verði ekki endilega stimplað sem sjúkdómur:
Psychiatry has convinced a majority of the public that up to 20% of our children are "mentally ill" and need these drugs to correct their "brain imbalances". Strangely, the behaviors the psychiatrists cite as evidence of the disease have been around as long as children have been getting into cookie jars and running out in front of cars (or should I say "running out in front of horses").
Children are often interested in many things, easily distracted, prone to jump up in sudden interest, or refuse to stop what they are doing. These natural tendencies, which have existed in children as long as there have been children, have been packaged into groups of symptoms, and called Attention Deficit Disorder (ADD) or Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD). Mainly, it's a group of behaviors that certain parents, teachers and authoritarians don't like or can't deal with effectively. So they have given it a fancy name, called this a "mental disorder", and set loose an avalanche of child drugging. The drug companies, who profit greatly by the drugging of children, are often quietly directing advertising and "objective studies" in the background.
It's not that some children aren't incredibly hard to control, disruptive, impulsive and distractible. The situations do exist. The error lies in believing these behaviors to be due to some "mental disorder", which resolve with the modern magical panacea known as drugs. There is much evidence that the true source of the undesirable behaviors are more due to boring classrooms, natural child tendencies and energy, alternate inherent natural learning methods in some children, poor parenting, poor home environment, faulty diet, allergies, environmental toxins, and even poor "matching" between children and parents.
The point is that there is much that can be done in the way of addressing life and taking responsibility for various aspects of life, which often resolves the apparent problems that have been incorrectly called ADHD, ADD or LD.
Elle_, 9.6.2011 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.