Sunnudagur, 5. júní 2011
Ólafur Ragnar gegn Samfylkingunni í kvótaumræðu
Forseti lýðveldisins segir mælistikuna á breytingar á stjórn fiskveiða hvort þær gagnist sjávarplássum. Svarið er þegar komið. Landsbyggðin hafnar samfylkingarleiðinni við stjórnun fiskveiða, um það vitna ályktanir sveitarstjórna hringinn í kringum landið.
Ólafur Ragnar talar fyrir sjónarmiðum varkárni í grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og slær út af borðinu kvótaumræðu Samfylkingarinnar sem gengur út á að útmála útgerðamenn sem þjófa.
Samfylkingin getur ekki verið málsaðili að sanngjarnri niðurstöðu í deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Vestfirðir eru prófsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski ertu blaðamaður, en þú verður aldrei túlkur!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.6.2011 kl. 22:04
Það sem gagnaðis smærri sjávarbyggðum best og sérstaklega Vestfjörðum var SÓKNARMARKIÐ. Afhverju má spyrja og svarið er einfalt "þar ólgar sjómannsblóðið". Þetta sást best á árunum 1976 til 1984 þegar skuttogarabyltingin gekk í garð.
Skoðið afla og útflutningsskýrslur frá þessum árum þegar Vestfirðingar skiluðu mestum útflutnings verðmætum á mann ár eftir ár.
Þennan tíma eigum við að fá að sjá aftur. Alvöru sjómenn, alvöru aflamenn sem veiða á miðunum en liggja ekki á bönkunum.
Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 05:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.