Sunnudagur, 5. júní 2011
Sódómísku fjármálahjónin og Steingrímur J.
Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er ekki boðberi nýrra siða í fjármálalífi þjóðarinnar heldur skálkaskjól útrásarafganga til að rotta sig saman um nýspillingu. Byr-bullið hefst með því að Steingrímur J. í fávisku sinni lætur fjárhagslega og siðferðilega gjaldþrota fjármálastofnun lifa áfram í stað þess að loka draslinu.
Fjármálahjónin sem nú mjólka til sín hundruði milljóna króna með því að ráðstafa Byr við eldhúsborðið heima hjá sér starfa í ábyrgð og umboði ríkisstjórnarinnar.
Til að kóróna ósvífnina er skammt undan sjálfur Ástráður Haraldsson landfrægur formaður landskjörstjórnar sem samkvæmt fyrirframskilgreiningu ber enga ábyrgð á einu eða neinu.
Nýspillinguna í skjóli vinstristjórnarinnar þarf að uppræta ekki seinna en strax. Ef Steingímur J. gengur ekki fram fyrir skjöldu á mánudagsmorgun og aðskilur sódómísku fjármálahjónin frá opinberum hagsmunum jafngildir það meðsekt.
Fyrirtæki eiginmanns formanns slitastjórnar sér um sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur gat ekki bjargað vinum sínum undan skuldum hjá Saga Kapital með því að bjarga bara Sögu Kapital. Það varð að gefa '' björguninni'' almennt yfirbragð og þess vegna var BYR bjargað.
Einar Guðjónsson, 5.6.2011 kl. 11:10
Hér ber víst engin ábyrgð! Þetta er allt á kostnað almennings...
Fé án hirðis. Það er ekki alvitlaust fyrirkomulag það. ...Fyrir svona fólk sem þrífst í skjóli aðal hirðisins Steingríms sem getur víst ekki fylgst með öllum sauðunum. ...Eða getur hann það?
jonasgeir (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.