Össur hjakkar í smáatriðum

Úti í heimi geysar umræða um framtíð evrunnar og Evrópusambandsins. Fjármálakreppan og fyrirsjáanlegt gjaldþrot Grikkja eru viðfangsefni stærri og smærri útgáfna. Aðalábyrgðarmaður fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, er á hinn bóginn ekki vakinn og sofinn yfir þróun sambandsins sem hann ætlar Íslandi aðild að.

Össur hefur ekkert að segja um stöðu og horfur Evrópusambandsins vegna þess að hann er upptekinn í eljaraglettum við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Vinstri græna.

Í gær og fyrradag mátti sjá uppskeru Össurar við að fá athygli Stöðvar 2 á tveim litlum pólitískum keilum sem hann vildi slá, önnur er Jón Bjarnason og hin Steingrímur J. Sigfússon.

Össur hjakkar í smáatriðunum vegna þess að hann sér ekki heildarmyndina. Og hefur aldrei gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur er skemmtilegur maður, greindur og um sumt merkur.

Vandi hans er hins vegar sá að hann hefur aldrei megnað að vaxa upp frá sjálfmiðaða og metnaðarfulla stúdentnum sem hann var þegar VIÐ efndum til mótmælanna gegn NATO og setuverkfallanna á sjöunda áratugnum.

Andófið snerist um hann og hans persónu.

 Við sáum þá hvern mann hann hafði að geyma.

Tíminn hefur ekki göfgað hann.

Karl (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 00:09

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei það er eitthvað annað sem Össur sér,einhver draumsýn. Nú segist hann aðspurður ekki vera með neinar væntingar um hálaunaða stöðu í (hringleikahúsinu)  Brussel. Hann ætti ekki að þarfnast þess,eftir ágætis viðskiptagróða með bréf í Spron. Ekki það að ég trúi öllu sem Össur segir um væntingar sjálf sín,því heldur hann fyrir sig í fullum rétti.  En honum og flokkssystkinum er tíðrætt um ábyrgð  í stjórnarháttum. Ber þeim ekki að taka alvarlega viðsjár í efnahagsmálum ESB. Hann hvorki heyrir né sér,hvað þá að hann vilji vita,að meirihluti landsmanna,vill ekki tilheyra þessum klúbbi. Ég þykist vita að þar sé svarið,þið getið kosið um það. Ég held að skoðanasystkin mín,kjósi frekar að stoppa þetta nefndarálit apparatsins,sem kallast stjórnlagaráð. Þar er hættulegasta gjörðin á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Þar sem skýrt ákvæði um að ekki megi framselja fullveldi Íslands er afmáð. Einhver gæti orðað þetta betur,en mér er virkilega brugðið. Áfram Ísland ekkert ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2011 kl. 00:40

3 identicon

Páll Vilhjálmsson og ESB ,er ekki það sama og sannleikur !

Þessi Páll Vilhjálmsson hefur lært eitthvað annað !

Ef til vill er það háskólalærdómur sem hefur gert honum þetta, eða eru það peningar ????

JR (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 01:10

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Trúðar eru á stundum skemmtilegir og sumir þeirra sæmilega gefnir, en raunveruleikin er það sem skinsamt fólk horfir eftir þegar skemmtiatriðunum líkur.   Þannig er Össur ekki hann er alltaf sami sjálfumglaði trúðurinn hvort sem hann rær á Ingibjörgu eða Jóhönnu, allt er hans atferli honum til handa.    

Hrólfur Þ Hraundal, 5.6.2011 kl. 09:31

5 identicon

Össur sér ekki skógjinn fyrir trjánum !

Samfylkingin er nú tilbúinn að selja sálu sína og öll sín stefnumál fyrir ESB villuljósin !

Þeir eru tilbúnir að breiða yfir nafn og númer og selja sig hæstbjóðenda helst einhverju utangarðsfólki úr Framsóknar- og Sjálfsstæðisflokki sem vilja ganga með þeim í einni ESB fylkingu leiðina til Brussel.

Vandamál þeirra er að lang stærstur hluti þjóðarinnar vill ekkert með þeim í þessa helför gegn Lýðveldinu.

Þegar þjóðin loks fær að kjósa þessa ESB óværu af sér mun Samfylkingin/ESB fylkingin standa eftir eins og steinrunninn náttröll í íslenskum þjóðmálum og þau munu ekki eiga neitt erindi við íslenska þjóð eða kjósendur næstu áratugina alla vegana.

Þá held ég að eina ráðið hjá forystu Samfylkingarinnar væri að óska eftir samruna eða sameiningar við svona sértrúarsöfnuð eins og t.d. Krossinn. Þar gætu þau sleikt sárin og jafnvel fengið syndaaflausn og lækningu við þessari ESB- sullaveiki sem hefur heltekið þau, þjóðinni þeirra til stórfellds tjóns !

Svo vantar þeim víst nýjan safnaðarstjóra. Össur gæti kannski tekið við af Gunnari í Krossinum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 14:33

6 Smámynd: Elle_

Samfylkingin hefur ekkert gert nema blekkja og ljúga og valda okkur stórfelldum skaða og óskiljanlegt að þau skuli ekki vera stoppuð af dómsvöldum, stjórnarandstöðunni.  Ætti að banna fjárans flokkinn.

Elle_, 5.6.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband