Baugur, Gulli Þórðar, Björn og Bjarni Ben.

Í bók Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, Rosabaugur yfir Íslandi, segir frá ítökum Baugs í Sjálfstæðisflokknum. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður varð gerður út af Hreini Loftssyni og öðrum Baugsliðum að sækja að Birni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar 2007.

Guðlaugur náði öðru sætinu af Birni í prófkjörinu og fékk bæði bein fjárframlög frá oddvitum Baugs og óbeinan stuðning með því að heilsíðuauglýsingar voru keyptar í blöðum til að útmála Björn sem siðleysingja.

Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins var búin að mynda ríkisstjórn með vinkonu sinni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur var komið að formanni flokksins, Geir H. Haarde, að útbúa ráðherralista sjálfstæðismanna og fá þann lista samþykktan í þingflokknum.

Til siðs er að formaður kalli þingmenn hvern og einn á sinni fund í þessu ferli. Frásögn Björns af fundi sínum með Geir 22. maí 2007 er merkileg. Hann lýsir veðurfari og fundarherberginu í ráðherrabústaðnum á bls. 339 en ekkert um hvað þeim fór á milli annað en að Björn hafi gengið bjartsýnn af fundi.

Á bls. 340 til 341 er efnisatriða fundarins getið. Björn getur þess að hann hafi lagt áherslu á að halda embætti dómsmálaráðherra enda yrði það túlkað sem sigur fyrir Baug ef hann yrði látinn víkja. Jafnframt bauðst Björn til að víkja áður en kjörtímabilinu lyki en þá fyrir frænda sínum Bjarna Benedikssyni.

Björn getur ekki viðbragða Geirs. Af líkum má ráða að hann hafi fallist á tilmæli Björns.

Baugsmenn sáu vitanlega sinn mann, Guðlaug Þór Þórðarson, fyrir sér í embætti dómsmálaráðherra.

Hrunið kom í veg fyrir að áætlanir vorsins 2007 næðu fram að ganga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Allstaðar er keppni í frama og völdum eins, bakbit með aðstoð peninga,lofsöngur með aðstoð peninga,réttu megin, með tilliti til takmarksis. Það er sama hvar í heiminum það er,hvaða stefnu er fylgt,allstaðar bolabrögð og greiðaþóknun. Kanski oggolítið saklaust ef miðað er við hatrömmustu rimmurnar hjá milljóna þjóðum.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2011 kl. 16:48

2 Smámynd: TómasHa

Skrýtið sambland eigin skoðana og það sem kemur fram í bók Björns. Hefur þú eitthvað fyrir þér að Guðlaugur hafi verið "gerður út af Hreini Loftssyni og öðrum Baugsliðum".

TómasHa, 4.6.2011 kl. 17:18

3 identicon

Liggur það ekki löngu ljóst fyrir að Guðlaugur Þór gengur til starfa í boði Jóns Ásgeirs, Baugs og hans vafasömu félaga...???

Mbl.is  4.6.2010.:

"Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, hefur birt lista yfir hluta þeirra fyrirtækja, sem styrktu hann fyrir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík árið 2006. Fram kemur að Baugur, Fons og FL Group veittu Guðlaugi Þór 2 milljónir króna hvert fyrirtæki en alls fékk hann 24,8 milljónir króna í styrki."

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/06/04/gudlaugur_fekk_haestu_styrkina_fra_baugi_fons_og_fl/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 17:37

4 identicon

Það er víst misjafnt hvað sumir eru lengi bara..HA!

Ágætt að rifja þennan sannleika upp.  Guðlaugur hefur svo sem átt ágæta spretti upp á síðkastið, en hann lét bara siðleysingjana "nýríku" kaupa sig.  Það er of slæmt til að það geti gengið að sitja eftir að slíkt er uppi og opinbert.

Og samfylkinguna ætti auðvitað helst að leggja niður í heilu lagi á einmitt sömu rökum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 18:24

5 identicon

Og svona að auki;

Það er umhugsunarefni að þeir sem öskruðu hæst að Davíð Odsson væri slæmur kall voru þeir sömu og æptu hæst að Seðlabankin ætti að veita enn meira fé í bankana sem var búið að ræna innanfrá.  ...Það er svo merkilegt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband