Laugardagur, 4. júní 2011
Samfylkingarréttarhöld yfir Geir H. Haarde
Þingnefnd Atla Gíslasonar vildi ákæra fjóra fyrrum ráðherra fyrir ábyrgð á hruninu, tvo úr hvorum ríkisstjórnarflokkanna. Þessa fjóra átti að ákæra: Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson.
Hefði tillaga þingnefndarinnar náð fram að ganga færu fram réttarhöld yfir fulltrúum þess pólitíska kerfis sem svaf á verðinum fyrir hrun.
Samantekin ráð Samfylkingarþingmanna voru á hinn bóginn að breyta uppgjöri við pólitíska kerfið í einelti gagnvart Geir H. Haarde.
Sýndarréttarhöldin yfir Geir fá staðfestingu á eðli sínu með því að saksóknari Samfylkingarinnar opnar heimasíðu um réttarhöldin.
Sjónarmið Geirs komi líka fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hefur ekkert með einelti að gera, Páll. Einnig verða þetta ekki nein sýndarréttarhöld, nema í augum þeirra sem eru þeirrar skoðunar að allir hafi gert skyldu sína fyrir hrunið. Að það var engum um að kenna, nema kannski vondum útlendingum. En auðvitað átti að ákæra alla þá fjóra sem þú nefnir hér fyrir ofan. Samt vantar höfuðpaurinn, sjálfan yfir-afglapann, hann Dabba.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 12:07
Davíðsheilkenni hafa heltekið marga!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2011 kl. 12:37
Ekki þekki ég þann sjúkdóm sem gengur undir nafninu “Davíðsheilkenni”. En ef einhver hópur skyldi vera með Dabba á heilanum, er það náhirðin, en ekki þeir sem hafa áttað sig á því fyrir löngu að kallinn er vanhæfur heimalningur, sem hefur valdið þjóðinni gífurlegu tjóni.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 12:58
Ætli Samfylkingarliðar sem núna blása í blogglúðrasveit Jóns Ásgeirs og félaga og dást að framkvæmd saksóknara hafi ekki verið jafn hrifnir ef að saksóknari í Baugsmálinu hefði opnað heimasíðu á kostnað skattgreiðenda til að halda uppi áróðri gegn sakborningum?
Sennilega hefði ekki heyrst múkk frá sömu Baugsfylkingarliðum með heilaga Jóhönnu í broddi fylkingar...
Þorsteinn Pálsson segir allt sem segja þarf um þessi óþverralegu pólitísku réttarhöld í grein í dag og hverjir stjórna saksóknara í raun, sem hlýtur að verða til þess að Landsdómur vísi málinu frá.:
“Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir afdráttarlaust að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Flokkar Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra ákváðu hins vegar að ákæra Geir Haarde einan úr hópi þeirra sem pólitíska ábyrgð báru árið 2008 fyrir að hafa ekki gert það sem rannsóknarnefndin taldi ógerlegt.”
“Þetta viðhorf endurspeglaðist á Alþingi við lokaafgreiðslu ákærumálsins gegn Geir Haarde meira en sjö áratugum síðar. Þá höfðu runnið tvær grímur á nokkra stjórnarþingmenn. Af því tilefni flutti formaður ákærunefndarinnar lokaræðu með þeirri brýningu að stjórnarþingmönnum væri skylt að greiða atkvæði með ákæru því að um málið hefði verið samið í stjórnarsáttmála.
Með öðrum orðum: Smáborgaralegar hugsanir um sekt eða réttlæti í nútíma réttarskilningi hlutu að víkja fyrir æðri gildum eins og stjórnarsáttmála Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar.”
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 14:39
Á vefnum visir.is er í dag skoðanakönnun, hvort fólk telji nauðsynlegt að halda úti sérstökum vef um málið gegn Geir Haarde. Já, segja 28,3%. Ætli það sé ekki nálægt því hlutfalli, sem styður þingmeirihlutann í málinu gegn honum. Páll hefur víst rétt fyrir sér sem oftar.
Sérstaka athygli vekur á þessum vef saksóknara, hvað ákæra er stutt og snubbótt, alveg eins og haldið er fram af hálfu Geirs. Það þýðir, að málsvörn verður erfið, því að í litlu er ljóst, hvaða tilteknu atriðum þarf að verjast Á sjö mánuðum gat saksóknari gert málatilbúnað sinn miklu skýrari. Það ættu allir að sjá, sem lesa skjalið.
Sigurður (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.