Laugardagur, 4. júní 2011
Landnámskenningin stendur óhögguð
Almenna kenningin um landnám Íslands er þessi: norrænir menn námu Ísland á níundu og tíundu öld. Flestir komu þeir frá Noregi en sumir með viðkomu á eyjum norður af Skotlandi. Á þessum tíma stóð yfir útþensluskeið á Norðurlöndum. Norrænir menn fóru í víking suður á bóginn og réðu fyrir löndum á Írlandi, Skotlandi, Englandi og á vesturströnd Frakklands. Í austri gerðu norrænir menn samfélög þar sem heitir í dag Rússland og Úkraína.
Landnám norrænna manna í vestri: Suðureyjar, Orkneyjar, Hjaltlandseyjar, Færeyjar, Ísland og Grænland.
Almenna landnámskenningin er reist á frásögnum og fornleifum rétt eins og önnur sagnfræðileg þekking og lýtur sambærilegum lögmálum um viðbætur og endurskoðun.
Endrum og sinnum koma fram sérvitringar og vilja búa til nýja sögu handa íslensku þjóðinni. Sérvitringarnir nota iðulega mýflugu í úlfaldagerðina.
Haustið 2009 skrifaði Páll Theodórsson eðlisfræðingur grein í Skírni og sagði að landnámið væri 200 árum eldra en almennt er viðurkennt. Páll beitir geislakolsaðferðinni til að aðldursgreina leifar eldiviðs. Slík aldursgreining er ýmsum annmörkum háð en Páll reiddi hátt til höggs.
Í lok nóvember þá um haustið efndi Reykjavíkurakademían til málþings um kenningar Páls þar sem hann kynnti mál sitt. Sagnfræðingar, fornleifafræðingar og raunvísindamenn hlustuðu á Pál og höfnuðu nðurstöðu hans.
Í dag kemur Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur og vill fella landsnámskenninguna vegna þess að hann fann mannvistir sem með 68% prósent öryggi eru frá tímabilinu 770 til 880. Útfrá þeirri mýflugu vill Bjarni F. búa til selstöðukenningu um að Ísland hafi verið útsel Vestur-Evrópu fyrir landnám.
Selstöðukenning Bjarna F. verður sennileg á fjórða glasi.
Segir kenningum um landnám hrundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki betur en að Bjarni hafi líka hafnað tilgátum Páls Theódórssonar, þótt ég hafi nú ekki séð nein góð rök frá fræðimönnum um annmarka tilgátna Páls. En þetta: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1171728/ hef ég um málið að segja.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2011 kl. 09:57
... og þetta hlægilega bull þitt hefur þú væntanlega skrifað á fimmta glasi Palli minn.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 10:03
Ert þú á írskum sveppum Hilmar Þór?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2011 kl. 10:04
Nei, Vilhjálmur Örn, ég nærist á ætihvönn og íslensku bergvatni. En ert þú ennþá að narta í spænsku gúrkurnar ESB-búinn þinn?
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 10:12
68%in hans Bjarna eru mér því jafn óskiljanleg og 68 kynslóðin.
- góður Vilhjálmur Örn.
Páll Vilhjálmsson, 4.6.2011 kl. 10:32
Það virðist vera að Hilmar vill fara útfyrir það sem við getum sagt að sé rétt með góðu öryggi. Á bloggsíðu hans er mikill bias að vera fyrir utan öll öryggisbil :)
incognito (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 10:52
Gamla kenningin er stórlöskuð. Staðreynd. Tekur bara tíma að síast í gegn. Alltaf þannig.
það er fyrir langa, langa löngu búið af fræðimönnum að draga í efa sannleiksgildi eða sagnfræðilegt gildi gömlu landnámssaganna. Langa löngu og margir gert.
þessi saga um einhvern ,,síðhærðan konung" útí heimi sem var rosa vondur við frábærlegu genatískt fullkomnu konungsbornu ,,forfeður íslendinga" o.s.frv. þetta hefur öll einkenni mýtu. Það sér hver sa sem kynnir sér mál örlítið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.6.2011 kl. 11:29
Þetta er heillandi viðfangsefni.
Sjálfur bý ég á papaslóðum, - sbr. landnámið fyrir landnám. Því tengt er tiltölulega viðurkenndur hluti okkar sögu, þ.e.a.s. að Írskir einsetumenn hafi hér haft aðsetur þegar norrænir voru að setjast hér að, og að þeirra landnám sé eldra.
Svo kemur að skemmtilegri kenningum, t.d. að hér hafi verið sauðfé í talsverðu magni þegar norrænir menn settust hér að, og að byggð íra hafi verið allmikið meiri en getið er um í heimildum.
Manni dettur í hug skrif Árna Óla (Landnámið fyrir landnám) og svo sitt hvað sem Halldór Laxness lét flakka, t.a.m. fjölgunargeta sauðfjár í góðu landi.
Ég leyfi mér að taka punkt í þetta, og þið getið haft af því skemmtun hina mestu og meinlausa að auki við það að kljást við hann.
Hann er sá, að hér hafi verið þó nokkur traffík og einhver byggð með búsmala nokkru áður en norrænir (þ.m.t. Ingólfur forfaðir minn) settust hér að.
Rök:
- Írar höfðu enga getu til sjóflutninga á borð við Norðmenn, og einsetumenn fjölga sér ekki.
- Siglingatækni sú hjá norrænum þjóðum sem var til 200 árum fyrr bauð alveg upp á Íslandsheimsóknir.
- Einhver búsmali, sérstaklega fé, en jafnvel nautpeningur (það er annað að flytja 400 kg kú en 50 kg kálf, sem er á þyngd við kind, og mjólkurlömb með á er ekki farmur upp á meira en 100 kg samtals á júnídegi) hefði dugað til rólegrar fjölgunar og viðhaldi á fæðu til fjölskyldna.
- Hér var alveg hægt að þrauka á litlu með eðlilegt skjól (t.d. hella), gnægð af sprekum, og mikið af veiðifangi (ár/vötn) ef amboð voru næg. Ég er bara að tala um möguleika á byggð á bestu svæðum með heild upp á nokkur hundruð manns.
- Takið eftir hvað norrænir menn voru fljótir að fylla landið. Það er rökstuðningurinn á bak við það að hér hafi verið þó nokkuð af kvikfénaði þegar þeir komu. Annars er það afrek að koma upp fullum fjölda af mannfólki á svo skömmum tíma sem landnámið var. Ber þá merki um mjög mikla flutningsgetu, sem ekkitengist neinni sérstakri samgöngubyltingu eftir 874.
Svo skal ég kasta fram stríðnislegri ráðgátu, sem Jón heitinn Bö stríddi mér með (Ég er Rangæingur). Hún var sú, að Kirkjubær er nefndur Kirkjubær áður en landið er kristnað. Ég gat nú aldrei útskýrt það. Né heldur það af hverju það eru sem næst nákvæmlega 7.000 skref þaðan til allra næstu bæja.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 11:53
Vilhjálmur Örn, blessaður, á erfitt með að skilja flestar kynslóðir, lifandi og gengnar.
Það veldur mér töluverðum heilabrotum að jafn gáfaður og grandvar maður og þú, Palli minn, skulir spinna svona endaleysu.
Það er staðreynd að Írar þekktu siglingaleiðina til Ameríku ('nýja heimsins') þegar á fimmtu öld e.Kr., ef ekki fyrr. Það er jafnframt staðreynd að skinnbátar þeirra (kúðar) voru hið mesta þarfaþing og fullfærir um að bera menn og skepnur langa sjóleið.
Það er staðreynd að Landnáma var skrifuð til að villa um fyrir páfanum í Róm, svo að minni líkur væru á að hann gerði tilkall til Islands.
Það er staðreynd að hér voru írskar byggðir, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þá er ég ekki að tala um einsetumenn háskólaelítunnar íslensku, heldur venjulegt fólk, eins og þú og ég Palli minn (þó ekki Steingrímur J.).
Það er staðreynd að búsmali frumbyggja þessa lands gekk sjálfala, enda landgæði miklu meiri og hlýindaskeið ríkjandi á 6. öld.
Það er staðreynd að gerð 'íslenskra' torfbæja er komin frá Írum.
Það er staðreynd að kristnin varð heiðninni yfirsterkari á Íslandi árið 1000, enda fjölmargt kristið fólk í landinu búið að stunda trúboð með útrásarvíkinganna.
Það er jafnframt staðreynd að þú þarft að fara að taka þér Össur til fyrirmyndar og hætta að blogga í glasi.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 12:53
Var aldursgreiningin gerð með kolefnisaðferðinni? Ef svo er þá er ekkert að marka hana því helmingunartími geislavirkra efna er ekki fasti eins og lengi var talið. Þó svo að eðlisfræðingar hafi uppgötvað þetta árið 2006 virðast fornleifafræðingar ekki enn hafa frétt af því.
Implications for 14C Dating of the Jenkins-Fischbach Effect and Possible Fluctuation of the Solar Fusion Rate
In addition, the precise value at any given time of the "half-life" of any
unstable isotope-including 14C-must now be considered in doubt, since the Jenkins-Fischbach effect implies that we may no longer view the decay rate
of an isotope as intrinsically governed and therefore a constant of Nature.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2011 kl. 13:59
Það sem Bjarni segir í greinunum á visi.is er í góðu samræmi við það sem margir ungir fornleifræðingar og sagnfræðingar hafa verið að segja í nokkuð mörg ár. Gott dæmi er að finna í miðri Reykjavík, í safninu undir hótelinu á horni Aðalstrætis og Túngötu (undir hótel Reykjavík, Aðalstræti 16). Upplýsingar um sýninguna er að finna á http://minjasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-4220
Þarna er hægt að kaupa litla og ódýra bók, "871 +/- 2", sem kynnir þessa nýju söguskoðun um landnám Íslands. Tímasetning fornleifa á þessum stað er með gjóskulagi (landnámslagið) sem liggur yfir veggjabroti á einum stað. Veggjabrotið er því eldra en landnámslagið sem hefur verið tímasett til 871.
Þessi nýja kenning um landnámið, þ.e. að það hafi byrjað sem útstöð veiðimanna og löngu fyrir 874, er í fullu samræmi við fornleifar héðan og sagnfræði annars staðar frá og er miklu röklegri en rómantískar hugmyndir frá Landnámu og Ara Fróða. En sagnfræði er í hugum almennings fyrst og fremst rómantísk-þjóðernisleg og það er mjög erfitt að breyta viðteknum hugmyndum eins og Bjarni bendir á (og Páll staðfestir hér svo skemmtilega).
Það sem Guðmundur segir um óstöðugleika C-14 aðferðarinnar er afskaplega umdeilt svo ekki sé meira sagt. Ágætar vísindagreinar hafa verið skrifaðar sem draga verulega í efa tölfræðilegar forsendur Jenkins-Fischbach tilgátunnar og sjálfir hafa þeir ekki getað bent á neitt raunverulegt orsakasamhengi, aðeins komið með uppástungur. En auðvitað skal aldrei segja aldrei!
Hvort sem þeir nú hafa rétt fyrir sér eða ekki þá hefur C-14 verið afskaplega vel kalíbrerað í okkar heimshluta útfrá trjáhringamælingum þ.a. ekki skeikar nema mjög litlu þegar farið er svona stutt aftur (innan við 1500 ár).
Annars ættu allir að lesa Íslendingabók eftir Ara, hún er svo greinilega tilbúningur í pólítískum tilgangi að það hálfa væri nóg. Enda varaði Ari sjálfur við í inngangi: "Hvað svo sem ég kann að segja núna er skylt að hafa það sem sannara reynist". Rómantískir sagnfræðingar 19. aldar ákváðu að Ari hefði mismælt sig og ætlað að segja: "Hvað svo sem ég kann að mismæla mig ..." ("Hvað svo sem missagt er ...") og það er það sem stendur í nánast öllum útgáfum! Eitthvert besta dæmið um óskhyggjusagnfræði sem til er.
Brynjólfur Þorvarðsson, 4.6.2011 kl. 17:37
Spurning hvort það sé ekki að renna upp sú stund að afkomendur norskra útrásarvíkinga á Islandi manni sig upp í að skila Írum aftur lendum og lausafé sem þeir stálu sannarlega af þeim.
Bendi í þessu sambandi á stofnun Israelsríkis eftir seinni heimsstyrjöldina - og voru þó liðin hátt í tvöþúsund ár frá því að þeir voru hraktir frá heimkynnum sínum.
Írarnir koma, Palli minn - Írarnir koma.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 20:06
Rangt aftur og afgtur Hilmar Þór, það bjuggu alltaf gyðingar í landinu helga frá 1. öld e. Kr. og fram til 1948.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2011 kl. 22:40
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.6.2011 kl. 22:40: Reyndu nú að lesa Júðafræðin þín örlítið betur Vilhjálmur Örn: 'Jews were exiled from the land of Israel by the Romans in 135 C.E., after they defeated the Jews in a three-year war, and Jews did not have any control over the land again until 1948 C.E.' (http://www.jewfaq.org/israel.htm)
Það búa hins vegar, því miður, Gyðingar víða um heim, en blessunarlega víðast hvar áhrifalausir nema þá helst í Bandittaríkjunum (eins og sést á þjóðfélaginu þar). Gyðingar eru sannarlega plága, hvar sem þeir stinga niður fæti.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.