Föstudagur, 3. júní 2011
Össur vill fórna landbúnaði
Íslenskum landbúnaði verður fórnað þegar í upphafi samningaviðræðna við Evrópusambandið, fái Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vilja sínum framgengt. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra stendur á fullveldisrétti landsins að ákveða tollvernd fyrir mikilvægar atvinnugreinar.
Össur lætur að því liggja í viðtali á Visir.is að hann hafi heimild alþingis til að leggja niður íslenskan landbúnað í núverandi mynd. Alþingi samþykkti ekki að hagsmunir landbúnaðarins skyldu fyrir borð bornir.
Lissabonsáttmálinn kveður á um að aðildarríki og Evrópusambandið deili með sér forræði landbúnaðarmála. Á þeim grundvelli getur Ísland farið fram á fulla tollvernd landbúnaðarvara.
Uppgjöf Össurar gagnvart Evrópusambandinu í landbúnaðarmálum veit ekki á gott þegar kemur að málefnum sjávarútvegs. Þar segir í Lissabonsáttmála að Evrópusambandið hafi eitt og sér fullt forræði yfir sjávarútvegi.
Eini raunhæfi og skynsami kostur Íslendinga er að draga aðildarumsóknina tilbaka.
Athugasemdir
Gott mál og vonandi rétt.
Góðar fréttir fyrir skattgreiðendur og neytendur.
Karl (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 10:52
Össur er án nokkurs vafa langöflugasti liðsmaður þeirra sem telja inngöngi í Evrópusambandið vera hið versta mál.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 12:18
Við ættum ekkert að vera að ræða um hvað e-ð stórríki í Evrópu muni leyfa okkur eða ekki. Við skulum bara alls ekki fara þangað inn. Össur ræður engu um það.
Elle_, 4.6.2011 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.