Hvar endar Evrópa?

Evrópumálaráðherra Frakka sagði í viðtali við Figaro að Evrópusambandi gæti ekki tekið endalaust við nýjum ríkjum. Bloggari er fákunnandi í frönsku en skilst að samkvæmt Frakkanum eru Tyrkir ekki hluti af  Evrópuhéraðinu.

Er mögulegt að sá franski setji vesturmörk álfunnar útvið strendur Írlands?

Sjá viðtalið hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Pálsson

Franskur ráðherra getur ekki ákveðið mörk Evrópu. Ísland hefur alltaf tilheyrt Evrópu.

Skúli Pálsson, 2.6.2011 kl. 21:55

2 identicon

Ísland tilheyrir landfræðilega bæði Ameríku og Evrópu og eru flestir Íslendingar fæddir í Ameríku. Ísland var fátækasta land hinnar svokölluðu "Evrópu" sem það þó tilheyrir ekki fyllilega, þar til Amerískur her kom hingað, og urðum við þá fljótlega eitt þeirra ríkustu. Það er margt það og undarlegt varðandi Íslandssöguna sem aldrei verður skrifað niður eða sett á blað, en einungis heimskingi heldur að við vinnum þorksastríð og losnum við nýlendukúgara og fáum sjálfstæði út af góðmennsku "Evrópu". Íslendingar komu hingað forðum til að verða frjálsir menn. Og við tilheyrum hinum frjálsa heimi, sem enn er bara í byggingu. Nýlendukúgararnir í ESB tilheyra honum ekki og þeirra tími er brátt á enda. Allir sem hengja sig í þá munu falla með þeim.

Karl (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Eitt lítið innlegg,því eru menn að leggja sig alla fram um að breyta þjófélagi okkar í fjölmenningar þjóðfélag?  Er bara ekki gott mál að fá að vera sveitó,ef okkur hugnast svo?   Eftir hrun-reynsluna munum við blómstra í nýrri útfærslu á stjórnarháttum, erum smátt og smátt að ná áttum og sameinast um að hafna Evrópusambandinu. Ekki treysti ég á að Figaro komi á kvóta hvað það varðar. Ráðamenn haga orðum sínum oft þannig að réttir aðilar skylji.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2011 kl. 03:11

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skilgreining Íslands sem hluta Evrópu er pólitísk ákvörðun. Samkvæmt jarðfræðilegri skilgreiningu búa hinsvegar yfir 80% Íslendinga í N-Ameríku.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2011 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband