Glæpamenn, gerlar og ESB

Rússar banna innflutning á fersku grænmeti frá Evrópusambandinu vegna kólígerlasmits sem drepið hefur 17 og sýkt 1500. Evrópusambandið telur 28 ríki og 500 milljónir og er dæmi um óhagkvæmni stærðarinnar. Vegna þess að landamæri ríkjanna hafa verið lögð niður eru engin ráð að einangra og uppræta kólígerlasmitið.

Auk smitgerla njóta glæpamenn þess að varnir gegn óværu eru meira og minna aflagðar innan ríkja Evrópusambandsins.

Þjóðríkið á að vernda borgarana fyrir banvænum smitgerlum og glæpamönnum. Evrópusambandið grefur undan þessu hlutverki í nafni hugmyndafræðinnar um Stór-Evrópu. 

Íslendingum er þessi hugmyndafræði framandi og því eigum við að draga aðildarumsóknina tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú frábær færsla hjá þér. 

Af hverju kallarðu ekki frekar eftir því að öllum flugferðum til og frá Evrópu verði aflýst á meðan að ástandið er svona í Evrópu?

Einnig að þeir sem þegar eru komnir til landsins verði setti í einangrun í rúma viku?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 13:15

2 identicon

Leggðu líka til að allur innlfutningur á grænmeti verði bannaður.

Það er þó málefnanlegra en færslan þín.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 13:21

3 identicon

Satt að segja finnst mér innleggin tvö að ofan vera FRÁBÆR við færslunni og FRÁBÆR röksemdarfærsla fyrir inngöngu í Evrópusambandið. 

Þar að segja ef þau eiga að vera það ...  ??? ...

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 14:30

4 identicon

Nei er hann ekki mættur, (vitringurinn) hann Stefán Júlíusson ráðherrabróðirinn.

Númi (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 21:17

5 identicon

Þakka þér fyrir Númi.  Alltaf gaman að fá smá hól.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 21:27

6 identicon

Stefán ég var allsekki að hæla þér,en svona eruð þið ESB-sinnarnir Stefán afvegaleiðið hvað sem er og gerið allt til að þóknast ESB-Harðstýrunni í Samspillingarflokknum.

Númi (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:03

7 identicon

Númi:  Formaðurinn minn heitir Sigmar Gabriel.  Hann er karlmaður.

Hér er mynd af honum. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband