Leitin að tilefni til ríkisstjórnarslita

Samfylking og Vinstri grænir eru hvor um sig í leit að tilefni til að slíta vinstristjórninni. Utanríkismál hafa verið vinstirmönnum deiluefni öll lýðveldisárin, samanber Keflavíkursamninginn um herstöð Bandaríkjamanna og inngangan í NATO.

Afstaðan til aðildar Íslands að Evrópusambandinu skiptir vinstrimönnum í andstæðar fylkingar og ætti að vera tilefni til að sprengja ríkisstjórnina. Á hinn bóginn er afstaðan NATO hlaðin meiri tilfinningaþrunga og er að því leytinu líklegri ásteytingarsteinn.

Samfylkingin telur sig ekki einangraða í NATO-málinu og eiga vísan stuðning Sjálfstæðisflokksins. Vinstri grænir eru einangraðir í málinu og líður vel með  það.

Sögulega er rökrétt að NATO kjúfi ríkisstjórn vinstrimanna á Íslandi. Og við erum sögulega sinnuð þjóð. 


mbl.is „VG eins og gólfmotta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eins og NATO stendur að málum í Líbíu, Afganistan og annarsstaðar sem þeir koma nærri, er óskiljanlegt að nokkur hugsandi manneskja skuli styðja þessar slátranir á saklausu fólki, og hertökur í nafni hjálpar? Það var samþykkt að styðja hjálp, en ekki slátrun á saklausu fólki, eins og komið hefur í ljós. Læknar án landamæra frá Noregi eru flúnir frá Líbíu, vegna hættu á að verða skotnir! 

Og þetta villta stríð, vilja sumir styðja?

Hvað er að?

Kannski einhver geti útskýrt fyrir mér hvað er jákvætt við að styðja svona hryllings-aðgerðir NATO?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2011 kl. 08:14

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Hvernig var það Anna Sigríður, fóru þessar aðgerðir ekki af stað til að stöðva Gadaffi í því að slátra þeim þegnum sínum sem voru honum andsnúnir og reyndu að koma mótmælum gegn honum á framfæri, bara svona rétt eins og Búsáhaldabyltingin á Íslandi?

Hvernig hefðu okkur líkað ef stjórnvöld hefðu svarað því með því að senda á okkur þungvopnaðar hersveitir í stað friðsamlegra lögregluþjóna?

Viðar Friðgeirsson, 1.6.2011 kl. 09:07

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Vera VG í ríkisstjórn minnir á fuglinn sem var á leið til suðrænna landa er hann misst mátt og féll til jarðar, beint ofan í kúadellu. Eftir kuldann í háloftunum leið honum bara nokkuð vel þannig að hann fór brátt að syngja af gleði og kötturinn kom, sleikti af honum skítinn og át hann svo. Það kann að vera hlýtt á VG um hríð, en sá sem kippir þeim upp úr skítnum er ekki endilega áhugasamur um velferð flokksins

Flosi Kristjánsson, 1.6.2011 kl. 09:26

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Æi, þegar stjórnmálamenn opna munninn þá fær maður í besta falli kjánahroll, í versta falli verður manni flökurt. Það er alveg með ólíkindum hvað fjölmiðlar endast við lepja upp bullið sem kemur frá hálfvitaskamkundunni niður á Austurvelli. Þessir aumu lýðskrumarar ættu nú að fara að drífa sig í langt sumarfrí og helst að koma ekki aftur að hausti.

Guðmundur Pétursson, 1.6.2011 kl. 10:11

5 identicon

NATO verður ekki tilefni til stjórnarslita.

Hefur aldrei gerst og mun ekki gerast úr þessu.

NATO-deilan nú er taktík til að dreifa athygli frá úrræðaleysi stjórnarinnar.

Og vinstri-fasismanum sem stefnir að því að þurrka hér út allt sem heitir frjálslyndi og umburðarlyndi.

Hvar eru varðmenn umburðarlyndis og einstaklingsfrelsis?

Stjórnarandstaðan er ónýt eins og ríkisstjórnin.

Landið er stjórnlaust og fasismi veður uppi.

Endar með ósköpum.  

Karl (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 11:24

6 Smámynd: Elle_

Getum við leyft morðóðum einræðisherrum og stjórmálamönnum að drepa landa sína í friði??  Nei, við getum það ekki og eina leiðin til að stoppa það er að fara þangað inn strax.  Og ef ekki munu drápin halda áfram og héldu áfram i Bosníu í um 5 ár þar sem enginn utanaðkomandi her kom og bjargaði fólkinu þar frá slátrun.  8 þúsund ungir strákar, menn og eldri menn voru drepnir með köldu blóði af Serbum.  Viðar að ofan hefur heilmikið til síns máls.

Elle_, 2.6.2011 kl. 00:21

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

nÚ ERU wc SVO Á MÓTI STRÍÐI AÐ ÞEIR TAKA ÞÁTT Í ÞVÍ!

Óskar Guðmundsson, 2.6.2011 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband