Þriðjudagur, 31. maí 2011
Katrín þorði ekki að hleypa Árna Þór í ráðuneytið
Í goggunarröð þingflokks Vinstri grænna ætti Árni Þór Sigurðsson að vera næstur til ráðherradóms. Frekja Árna Þórs er á hinn bóginn takmarkalaus eins og sást þegar hann tók að sér þingflokksformennsku í fæðingarorlfi Guðfríðar Lilju. Árni Þór neitaði að víkja úr sæti og fékk til þess stuðning formannsins í flokki femínista.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra þorir ekki að hleypa Árna Þór inn í ráðuneytið af ótta við að koma að læstum dyrum þegar fæðingarorlofi lýkur.
Handlangari Steingríms J. er ekki allra.
Svandís tekin við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðist komið á einhvers konar bunker ástand í Vg. Eitthvað í líkingu við Síðustu dagar Hitlers, þegar engum var lengur treystandi.
Ekki skrítið að Steingrímur sé farin að tala um hnífa í bakið. Hef þó grun um hann leiti langt yfir skammt og að hnífapörin séu í höndum e-s sem stendur honum nær.
Ragnhildur Kolka, 31.5.2011 kl. 21:18
Þetta er heeld ég að verða meira eins og síðusu dagar Stalíns.... sem drap frekar samstarfsmenn sína en að treysta þeim.
Óskar Guðmundsson, 1.6.2011 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.