Ísland dregur ESB á asnaeyrunum

Þrír af fjórum starfandi stjórnmálaflokkum eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samfylkingin er eini flokkurinn á alþing sem vill aðild. Margítrekaðar kannanir sýna þjóðina staðfastlega á móti aðild, 60 prósent og þar yfir.

Umsóknin til Brussel var bjölluat sem var til heimabrúks - Samfylkingin þurfti að draga athyglina frá eigin þátttöku í hruninu. 

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar bauðst formaður flokksins að leggja hann niður ef aðildarsinnar væru til í að stofna nýjan Evrópuflokk. Enginn sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu á Íslandi sýnir tilboði Jóhönnu nokkurn áhuga.

Dauðadæmda umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu á að draga tilbaka áður en hún skaðar samskipti okkar við Evrópusambandið meira en orðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá Samfylkingin með 40% filgi?

Jonas kr (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 17:43

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er nefnilega málið Páll, við viljum endilega hafa gott samband við aðrar þjóðir og þar með þjóðir innan ESB.  Þessi kjánalega plat umsókn er fjarri því að vera hentug aðgerð í því efni. 

Eftir hrunið og ósvífnar aðgerðir og þvaður breskra stjórnmálamanna þá vantaði okkur ekki frekari niðurlægingu. 

En Jóhanna valdi Steingrím fláráðan froðusnakk í líkingu við G. Brown til að fresta endurreisn atvinnu lífs hér uppi á Íslandi og með asnaskap framleiðir þetta sett virðinga leisti op vantraust okkur til handa.      

Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2011 kl. 18:22

3 Smámynd: Elle_

Nei, Jónas Kr.  Við vitum um nokkra innan hinna flokkanna sem vilja EU yfirráð þó það sé beinlínis gegn stefnu hinna flokkanna núna.  Og kannski eru þarna með nokkrir ópólitískir.

Elle_, 31.5.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband