Samrunaþreyta í Evrópusambandinu

Til að Evrópusambandið verði starfhæft verður Norður-Evrópa að borga skuldir ríkja sunnar í álfunni sem aftur á móti verða að tileinka sér fjármálaspeki þeirra sem borga - ríkja Norður-Evrópu. Á þessa leið er greining Olli Rehn fjármálakommisar Evrópusambandsins í viðtali við Spiegel.

Evran, segir Olli, er hornsteinn samrunaþróunar Evrópusambandsins og sambandið mun ekki leyfa ríki að ganga úr evrusvæðinu

I do not see a withdrawal from the monetary union as a serious option. It would harm the Greek economy and be a setback for European integration. The euro is more than a currency; it's the central political project of our community. For this reason, too, we would not accept a Greek withdrawal.

Olli þykist greina þreytu í samrunaþróuninni, bæði hjá þeim sem borga í norðri og hinum sem þiggja í suðri með skilmálum um niðurskurð og einkavæðingu.

Olli nefnir ekki hvað það er sem mun halda Evrópusambandinu saman þegar þreytan breytist í andóf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"it's the central political project of our community"

Þessi orð segja allt sem segja þarf. Hafi einhver verið í vafa um hvert stefnan liggur, ætti sá hinn sami að vera upplýstur. Sumrunaþróun er það og samrunaþróun skal það vera.

Eitt Ríki, ein Evrópa!!

Gunnar Heiðarsson, 31.5.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eitt Ríki, ein Evrópa!! Ganga í takt. 

Gunnar Rögnvaldsson, 31.5.2011 kl. 10:37

3 identicon

Olli Rehn er fáránlegur hrokagikkur eins og sjá má í svari hans við fyrstu spurningunni í viðtalinu, um hugsanlega upptöku Grikkja á drökmunni: "The public misunderstood my colleague's statement". Þessi heimski almúgi, skilur aldrei neitt.

Baldur (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 11:19

4 Smámynd: Elle_

Orðin ´POLITICAL PROJECT´ um evruna stóðu út strax.  Eitt miðstýrt stórríki staðfest einu sinni enn.  Fullveldisafsalið svart á hvítu. 

Elle_, 31.5.2011 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband