Sprengjutillaga um úrsögn úr NATO

Upphaf og endir allrar umræðu um íslenska utanríkisstefnu á að vera þessi spurning: Hvað þjónar best  hagsmunum fullvalda Íslands? Aðild Íslands að NATO ásamt herstöðvarsamningi við Bandaríkin var þvinguð niðurstaða eftirstríðsáranna þar sem okkur sem bjuggum á eyju í þjóðbraut kaldastríðsins var stillt upp við vegg og spurt hvort við vildum heldur amerísku öldina eða sovéska finnlandiseringu. Við völdum skárri kostinn.

Eftir að kalda stríðinu lauk og Ameríkanar þurftu að herja um víð lönd dró úr áhuga þeirra á Íslandi uns þeir hurfu með sitt hafurtask 2006. Eftir stendur aðild að NATO um samstöðu aðildarþjóða gegn hernaðarógn.

NATO leitaði sér að nýju hlutverki eftir að kaldastríðinu lauk og tók að sér stríðsrekstur í verktöku. Ísland ber sinn hluta ábyrgðarinnar á slíkum umsvifum, líkt og Ísland sem aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna ber ábyrgð á aðgerðum eða aðgerðarleysi þeirrar stofnunar gagnvart óteljandi vandamálum heimsins.

Stríðsrekstur NATO í langtíburtistan varðar ekki fullveldi Íslands. Úrsögn Íslands úr NATO varðar aftur á móti fullveldi Íslands þar sem úrsögnin grefur undan einni stoð fullveldisins um samstöðu aðildariþjóða NATO gegn utanaðkomandi hernaðarógn.

Tillaga þingflokks Vinstri grænna er ágæt til að sprengja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en ekki til annars. 

 


mbl.is Tillaga um úrsögn úr Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þessi tillaga sé einmitt hugsuð til þess að ríkisstjórnin springi ekki.

Stuðningur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG við aðgerðir NATO í Líbýu "gegn vilja" VG hefur verið réttlættur innanflokks af Steingrími J. með þeim hætti að meirihluti þings styðji þær.

Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnavopnum. Nýsjálendingar komu á samskonar friðlýsingu 1985 og Bandaríkin lýstu því í kjölfarið yfir að skuldbindingar þeirra á grundvelli ANZUS-sáttmálans lægju niðri á meðan það væri í gildi. Það var de facto úrsögn úr ANZUS og samskonar friðlýsing myndi hafa sömu áhrif á stöðu Íslands innan NATO.

Með því að leggja fram ályktunartillögu sem fellur örugglega í þinginu í stað þess að krefjast þess að þetta atriði stjórnarsáttmálans verði framkvæmt eru VG að koma sér hjá því að fást við mál sem gæti sprengt.

Fyrir mitt leiti þætti mér það snyrtilegra ef Steingrímur og félagar lýstu því bara yfir að flokksforystan hefði aldrei trúað eigin málflutningi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 21:29

2 identicon

Lýðskrum eins og það gerist mest.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 22:13

3 identicon

Er þarna komin "greiðsla" Samfylkingarinnar til VG fyrir "stuðning" VG við ESB ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 22:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta verður aldrei samþykkt en þingmenn VG munu geta hampað sér og sagt "Við reyndum þó." Og allir vinna...

Guðmundur Ásgeirsson, 31.5.2011 kl. 01:29

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með Guðmundi Ásgeirs

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2011 kl. 03:36

6 identicon

Ísland er orðið frægt mellubæli, strax á eftir Filipseyjum og Thailandi.  Þetta er orðið allt of stór tekjulynd fyrir landið, ætti betur að huga að því að setja upp verndarlög fyrir mellurnar ala. thailand eða þýskaland, heldur en að reyna að skemma þessa tekjulynd þjóðarinnar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 08:10

7 identicon

"Úrsögn Íslands úr NATO varðar aftur á móti fullveldi Íslands þar sem úrsögnin grefur undan einni stoð fullveldisins um samstöðu aðildarþjóða NATO gegn utanaðkomandi hernaðarógn." 

 Af þessum orðum þínum Páll má draga þá ályktun að sum þjóðarbandalög eru þér þóknanlegri en önnur. Það er vitað mál að NATO aðild þóknast sjálfstæðismönnum betur en t.d Evrópusambands aðild þar sem aðallega Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa í gegnum árin getað makað krókinn á kostnað NATO, og þá aðallega á kostnað Pentagon.

Þú talar um að það geti grafið undan einum af stoðum fullveldisins að segja sig úr NATO, bíddu.! hvar er nú fullveldissinnin...??.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband