Áhyggjufull ævikvöld aldraðra í Reykjanesbæ

Reykjanesbær undir forystu Árna Sigfússonar er gjaldþrota vegna margra ára óráðssíu. Hluti af fjármálaómenningunni sem þreifst í Reykjanesbæ birtist í innherjaráni á Sparisjóði Keflavíkur. Þar gæddu sér á milljörðum elítuliðið sem Árni situr til borðs með við að stýra bænum. Í grein í Víkurfréttum segir frá þeim sem borguðu veisluhöldin en stofnfjáreigendur hittust til að ræða sín mál.

Þegar ég horfði yfir salinn þá sá ég að meirihluti fundarmanna var fólk komið á efri ár. Fólk sem VANN fyrir sínum launum með blóði, svita og tárum. Fólk sem þekkti ekki sýndarveröld þeirrar fjárglæframennsku og svika sem viðgengist hafa á Íslandi undanfarin ár. Fólk sem í góðri trú lagði sparnaðinn sinn inn hjá Sparisjóðnum og TREYSTI því að vel yrði farið með þá svo það gæti átt áhyggjulaust ævikvöld. Nú eru þessir peningar farnir og koma sennilega ekki aftur. Stór hluti stofnfjáreigenda hefur ekki tíma til að vinna upp tapið. Lífsklukkan tifar, svoleiðis er það bara.

Svo ganga þeir lausir sem stálu öllu steini léttara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þetta er skelfilegra en tárum taki. Þetta með  góða trú,kom til umræðu eftir prógram í sjúkraþjálfun í dag. 55ára kona fékk arf upp á 4,1/2 milljon  fyrir hrun,vildi koma því í öruggt skjól,taldi bankastarfsmenn besta til að ráðleggja þar um.Sagan er stutt>  hefur ekki séð tangur né tötur af þeim peningum.Þeir voru ekki í Keflavík,en svona var þetta eins og faraldur.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2011 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband