Sunnudagur, 29. maí 2011
Grikkir eiga fyrir skuldum, eða þannig
Grikkir standa undir skuldum sem nema um 150 prósent af þjóðarframleiðslu, segir gríski seðlabankastjórinn og Telegraph hefur eftir. Reuters vitnar í Spiegel sem segir engin efnahagsmarkmið grísku ríkisstjórnarinnar hafa náðst. Fjárlagahallinn sé meiri en áætlanir sögðu og skatttekjur lægri.
Góðu fréttirnar frá Grikklandi eru þær að gríska ríkið á eignir upp á 300 milljarða evra og það er einmitt fjárhæðin sem landið skuldar.
Grikkir geta því sem best selt allar eigur ríkisins og staðið á sléttu á eftir; fátækir, forsmáðir og fullgildir meðlimir Evrópusambandsins.
Athugasemdir
Heildarskuldir eru 330 milljarðar evra. Samkvæmt áætlun á Grikkland að fá lán frá AGS og ESB í lok júní. Vandinn felst í því að lánin virðast ekki tryggja greiðsluhæfi landsins í eitt ár. Í grein í Spiegel er velt upp möguleikum. Kröfuhafar ,s.s. þýskar frármálastofnanir gætu skorið niður(afskrifað) kröfur. Hvaða afleiðingar myndi það hafa fyrir þýskar fjármálastofnanir ef kröfur væru skornar niður um 50%? Að fara í klippingu er það kallað í fjármálageiranum. Sjá grein í Spiegel :http://www.spiegel.de/wirtschaft/unternehmen/0,1518,764996,00.html....
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 09:35
Geta þeir haldið áfram að heita Grikkir, þegar þeir hafa gefið frá sér forræðið á eigin málum og selt undan sér landið sem ól þá?
Ragnhildur Kolka, 29.5.2011 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.