ESB tapaði á Wembley

Evrópusambandið er elítuverkefni höfuðborga landa í Evrópu. Hvorki London né Madrid né nokkur önnur höfuðuborg álfunnar átti lið á Wembley í kvöld.

Barcelona og Manchester eru fulltrúar fullveldis og forræði eigin mála.

Í fótbolta mega aðalatriðin ekki gleymast.


mbl.is Barcelona besta lið Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú verður undalegri með hverjum deginum Páll.

hilmar jónsson, 28.5.2011 kl. 21:20

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

LOL

Friðrik Friðriksson, 28.5.2011 kl. 21:30

3 Smámynd: Óskar

þvílíkur rugludallur.

Óskar, 28.5.2011 kl. 21:38

4 identicon

Óskapleg barnaleg viðkvæmni er þetta hjá kratakommunum, - evrópusambandsfíklunum.

Svona dæmigerðir ESB lúserar ....

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 22:32

5 identicon

Svona dæmigerðir ESB lúserar ....

af því að Barcelona vann?!

Þið eruð að missa ykkur aðeins í þjóðrembunni. Þið hljótið að viðurkenna að evrópskt lið vann keppnina, eða hvað?

Jóhann (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 22:59

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ertu nokkuð búinn að steypa upp í útidyrahurðina hjá þér Páll ? Það hlýtur að reynast þér erfitt að vita af því að þarna fyrir utan lóðarmörkin hjá þér er annað fólk sem er víðsýnna og hugmyndaríkara en þú, og að þetta sama fólk skuli nú aldeils standa á sama um öfgafullar skoðanir þínar og Davíðs Oddssonar.

Jón Frímann Jónsson, 28.5.2011 kl. 23:13

7 Smámynd: Óskar

Leikurinn fór fram í Evrópusambandslandi.  Tvö lið frá Evrópusambandsþjóðum kepptu. Samt tapaði Evrópusambandið að mati Páls   ..svo tekur náttúrulega náhirðarrugludallurinn Guðmundur 2 undir.  Hlægilegt lið!

Óskar, 28.5.2011 kl. 23:46

8 identicon

Þetta er ótrúleg fyrirsögn og langt seilst - eru rökin gegn því að Ísland fái að greiða atkvæði um það hvort landið gangi í ESB - orðin svona þunn ?

Lúðvík Börkur (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 23:59

9 identicon

Ætla að óska öllum mannvitsbrekkum ESB sinna til hamingju með að taka færsluna bókstaflega.  Sennilega er það algert húmorsleysið og þá heimska til útfluttnings sem Evrópusambandið sækist eftir með að fá Ísland inn í klúbbinn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 00:07

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir Guðmundur 2. og Páll V. hljóta að vera skyldir......Þvílíkar krúsidúllur.....

hilmar jónsson, 29.5.2011 kl. 00:11

11 identicon

Kemur Guðmundur annar ekki sterkur inn með gamla trikkið og tekur 180° snúning.

Færslan var sumsé öfugmæli sem hvorugir áttuðu sig á.

Við hinir, evrópumennirnir, sitjum í súpunni.

Og engin höfuðborg vann!

Jóhann (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 00:24

12 identicon

Hilmar minn hinn glaðlyndi... er ekki þunglyndið örugglega alveg að drepa þig... svona eins og skrifin þín eru að gera við aðra...??? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 00:26

13 identicon

Jóhann .. Endilega greindu nákvæmlega hver alvaran í færslunni liggur og leyfðu okkur að njóta niðurstöðunnar.   Eitthvað svo heillandi fullkomlega húmorslausir ESB - kratakommar sem virðast hafa sest á ESB vottað hrífuskaft sem liggur langsum í gegnum þá ... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 00:31

14 identicon

Endilega greindu nákvæmlega hver alvaran í færslunni liggur og leyfðu okkur að njóta niðurstöðunnar.

Af hverju ætti ég að gera það, væni minn?

Fyrsta svar þitt bendir augljóslega til að þú hafir tekið það alvarlega.

Þú ættir fremur að útskýra fyrir okkur "kratakommunum" af hverju þú þarft nú að biðja mig um að útskýra þetta fyrir þér.

Nema þú sért svo rosalega klár að hafa strax áttað þig á því að þessi færsla síðuhöfundar er þvættingur, rétt eins og glaðhlakkalegt agn fyrir "höfuðborgarlausa" fótboltaáhugamenn.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 00:41

15 identicon

Jóhann.  Og hvað nákvæmlega bendir til í fyrstu færslunni að ég hafi tekið Páll alvarlega ... og að auki, hvað er hægt að taka alvarlega í henni fyrir mig þó að viljinn væri fyrir hendi ... ???

Þetta segi ég orðrétt.:

"Óskapleg barnaleg viðkvæmni er þetta hjá kratakommunum, - evrópusambandsfíklunum.

Svona dæmigerðir ESB lúserar" ....

Segi "BARNALEG VIÐKVÆMNI" hjá ykkur kratakommunum Evrópusambandsfíklunum, en kommenta ekki neitt á þá ágæti færslu Páls, eða hvað ég les út úr henni.  Eina sem ég segi er ótrúlega heimskuleg viðbrögð ykkar ESB snillinga sem örugglega getið ekki skýrt hvað í færslunni er ykkar vonda málstað svona hættulegt, að þið þurfið að taka til þeirra einu rökræðutaktík sem þið kunnið, eða "Ad hominem" árásum á Pál, sem nennir ekki einu sinni að svara hálfvitaskapnum.  Sennilega skellihlær af barnalegri viðkvæmninni og vænisýkinni sem versnar eftir því sem ESB farsinn verður vonlausari og heimskulegri í boði Baugsfylkingarinnar.  En hvað er svosem annars nýtt í málfluttningi ykkar..???

En gott að vita að þú hefur áttað þig seint og síðarmeir að um bráðfyndinn hrekk er að ræða, eins og þú segir orðrétt.:

"Nema þú sért svo rosalega klár að hafa strax áttað þig á því að þessi færsla síðuhöfundar er þvættingur, rétt eins og glaðhlakkalegt agn fyrir "höfuðborgarlausa" fótboltaáhugamenn." 

Þér er ekki alls varnað.  Og jú Jóhann, þú hittir naglana á höfuðið.  Það var Evrópskt lið sem vann Evrópukeppni félagsliða ...  og held jafnvel að mannvitsbrekkurnar Jón Frímann og Óskar hafi líka fattað það .... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 01:55

16 identicon

Jóhann.  Og hvað nákvæmlega bendir til í fyrstu færslunni að ég hafi tekið Páll alvarlega ... og að auki, hvað er hægt að taka alvarlega í henni fyrir mig þó að viljinn væri fyrir hendi ... ???

Ertu enn að spyrja mig?

Evrópukommakratafótboltahöfuðborgarandstæðing  þinn?

Þú ert skemmtilegur.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband