Laugardagur, 28. maí 2011
Viðskipti í lénskerfi og tungur tvær
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn af þingmönnum Samfylkingarinnar og talar með tungum tveim líkt og margir þeirra. Hann skrifar á heimasíðu sína
Bjóst einhver við því að handhafar kvótans yrðu ánægðir með nýtt frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu? Auðvitað ekki. Harmagráturinn stafar af því að það er verið að afnema forréttindi í hægum, en öruggum skrefum. Brátt er nákvæmlega þetta að baki: Lénskerfi, íslenskra, útvalinna.
Tungulipurð Sigmundar Ernis er með réttlætið á hreinu. En svo fer Sigmundur Ernir út á land og hittir fyrir fólk sem hafur vinnu af sjávarútvegi. Þá er komið annað hljóð í strokkinn og þingmaðurinn kveðst aldrei ætla að samþykkja frumvarpið sem áður hét réttlætismál.
Lénskerfið í bloggfærslunni verður að viðskiptarekstir á fundi úti á landi.
Sigmundur Ernir talar með tungum tveim og sitt með hvorri. Þingmaðurinn hefur enga sannfæringu aðra en þá að hann vill þægilega innivinnu og komast reglulega í golf og kokteilboð.
Athugasemdir
Eru þær ekki báðar drafandi?
Hann er ekki eins flinkur og þeir sem hann sakar um að snúa sér 360 gráður. (sem þýðir engin breyting) en hann er greinilega meistari í 180 gráðu snúningnum sjálfur.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2011 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.