Elítuhroki Þorsteins Pálssonar og aðildarsinna

Umsóknarlygi Samfylkingar, að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að ætla sér inn í sambandið, gerir annars grandvara menn að lygamörðum. Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, síðar starfsmaður Baugs og nú verktaki hjá Össuri, er í viðtali á Eyjunni og segir þar

Ég ætla engum þingmanni að vita ekki hvað felst í því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun Alþingis felur í sér að Ísland stefnir að aðild. Jafnframt er lýst mikilvægum sérhagsmunum sem þarf að verja. Það er unnt innan ákveðinna marka ekki síst þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi. En það gengur enginn í stúku nema vilji hans standi til þess að vera í félagi við aðra sem ekki neyta áfengis. Að sama skapi óskar engin þjóð eftir aðild að Evrópusambandinu nema vilji hennar standi til að vera í þeim félagsskap á grundvelli þeirra meginreglna sem um hann gilda.

Hér einfaldur Þorsteinn: Umsókn um aðild er yfirlýsing að umsóknarríki ætli inn í Evrópusambandið.

Sami Þorsteinn Pálsson skrifar vikulegan pistil í Fréttablaðið og kveður þar við annan tón en i viðtalinu. Nú liggur alls ekki fyrir að umsókn þýði að viðkomandi þjóð æski inngöngu í Evrópusambandið. Aðalatriðið í pistlinum er að ljúka viðræðunum, til að sjá hvað býðst. Þorsteinn skrifar

Eftir stendur eins og áður að þjóðin getur ekki tekið endanlega afstöðu fyrr en fyrir liggur hvernig viðræðum lyktar. [...] Enginn þarf því að velkjast í vafa um að rétt er og skynsamlegt að ljúka þessu máli. Það væri glópska að snúa við í miðju straumvatninu.

Og þar birtist í öllu sínu veldi tvöfaldur Þorsteinn. Hann viðurkennir í viðtalinu við Eyjuna að umsóknin til Brussel var send á fölskum forsendum þar sem hvorki þingvilj né þjóðarvilji var fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í pistlinum í Fréttablaðinu notar Þorsteinn fölsku forsenduna sem rök fyrir því að ljúka viðræðum sem aldrei áttu að hefjast, samkvæmt því sem hann sagði í viðtaliu.

Fyrir utan tvöfeldnina sem birtist í orðum Þorsteins sýnir viðhorf hans yfirgengilegan hroka. Hann telur sjálfan sig og Össur og allar mannvitsbrekkurnar í Samfylkingunni þess umkomna að taka yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um  að vilja aðild að Evrópusambandinu áður en gengið er til samninga. Þjóðin, aftur á móti, getur ekki tekið upplýsta ákvörðun um það hvort hún vilji aðild fyrr en samningur liggur fyrir.

Elítuhroki Þorsteins og aðildarsinna sýnir djúpstæða fyrirlitningu á þjóðinni. Almenningur á ekki að hugsa málið fyrr en Þorsteinn, Össur og Samfylkingin hafa aðlagað Ísland að Evrópusambandinu. Þá á þjóðin að þakka fyrir að fullveldi landsins og forræði mála er komið til Brussel og segja já í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þangað til á þjóðin að þegja, segja Þorsteinn og aðildarsinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvöfeldnin felst í því að krefjast sæta á listum flokka sem ekki hafa aðild á stefnuskránni. Ég man að Guðbjörn Guðbjörnsson boðaði stofnun ESB flokks. Ólafur Stephensen gaf ekki mikið fyrir þann flokk einhverra hluta vegna. Kannski var það elítuhrokinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 10:34

2 identicon

Þessi varnaðarorð sérfræðings í ESB málefnum hljóta að duga öllum þokkalega gerðum og gefnum að varast hætturnar frá Brussel. 

Jafnvel Þorsteini.

Mbl. 12. marz 1994.

"Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.

Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.

Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið. Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.

"Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Ég held að íslenskir sjómenn myndu aldrei sætta sig við að ákvarðanir um möskvastærð og friðunaraðgerðir með lokun á ákveðnum veiðisvæðum yrðu settar undir valdið í Brussel. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þorsteinn Pálsson.
"

...

Hvað hefur breyst hjá þessum mikla Baugsfylkingarforkólfi...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 11:36

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann segir að það sé ljóst hvað fáist og fáist ekki. Engin sérmeðferð enginn akkur. En sam segir hann það glópsku að snúa við? 

Það vita allir hvað er í "pakkanum" en ennþá láta menn eins og svo sé ekki.

Össur er fallinn í það að reglugerðir um loftslags og mengunarmál sé ástæðan fyrir inngöngu...eins og við getum ekki sett okkur slíkar reglur. Segir sambandið engan áhuga hafa á norðurslóðum umfram það.  Yeah right!

Þetta er orðinn gersamlega stjórnlaus fíflagangur. Hvar er stjórnarandstaðan.

Býst ekki við neinu af hreyfingunni af því að það er búið að taka andstöðu þeirra úr sambandi með að selja þeim það að Stjórnlagaþing verði að halda áfram.  Sjórnlagaþingi sem er ætlað að afnema ákvæði um fullveldi.  Idíótíið er í himinhæðum.  Eru menn blindir?

Skuggalegum neðanjarðar-Vogunarsjóðum voru afhentar kröfur bankanna á hálfvirði og nú notað þeir alla sína mafíutækni til að ná meira en fullu verði fyrir kröfurnar.  Skotleyfið títtnefnda.

Af hverju er það ekki nóg til að losa sig við þetta glæpahyski sem situr við stjórnvölinn?  Ég botna ekki í því. Allstaðar annarstaðar væri þetta lið komið í járn. Þau eru brotleg við stjórnarskrá og lög um landráð.

Hvað þarf til?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2011 kl. 13:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur Þorsteinn ekki lesið stöðuskýrslu framkvæmdastjórnarinnar, sem gekk hér fjöllum hærra um daginn?  Það er engin ætlun að gefa okkur eftir fiskinn. Þar segir að það sé helsta fyrirstaðna fyrir inngöngu að við viljum ekki gefa þetta eftir.  Inngangan sögð sífellt ólíklegri í ljósi þessarar þrjósku. Samt átti að bíða með að ræða þetta þar til síðast. Láta okkur taka alla aðlögunina fyrst, svo það verði nú frá og þurfi ekki að endurtaka í raðkosningum um inngöngu þar til jáið fæst.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2011 kl. 13:13

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hér eru foringjaefni í hverjun pistli, síðan út um alla  bloggheima.Einhver verður að stofna fjöldahreyfingu,með virkum aðgerðum til að stöðva þetta aðildarferli. Stjórnvöldum er alls ekki treystandi,fái þau afskiptalaust að halda áfram. Minnug þvingana stjórnarliða á lítt reyndum þingmönnum,sem ekki vildu samþykkja umsókn í esb. Hver er ekki búinn að fá nóg af valdnýðslu,er óhætt að segja stjórnarskrárbrotum,þessarar aumu ríkisstjórnar. Koma svo,sannir Íslendingar.

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2011 kl. 16:14

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorsteinn Pálsson veldur mér vonbrigðum með svona misvísandi yfirlýsingum að því að mér finnst. Ég hef alltaf virt hans einbeittu skoðanir. En þetta finnst mér ekki vera lengur eins hreint og klárt sem ég á að venjast af honum. Hugsanlega erum við að misskilja eitthvað. En þá finnst mér að Þorsteinn verði að skýra við hvað hann á með þessu þannig að enginn vafi sé á afstöðu hans.

Halldór Jónsson, 28.5.2011 kl. 17:13

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Maður er eiginlega steinhissa á honum Þorsteini að láta svona í ljósi þess að hann sjálfur, einn og óstuddur?, kom því til leiðar að Sjálfstæðisflokkurinn fékk sögulegt lágmarksfylgi í kosningunum 1987, eftir hafa svælt Albert Guðmundsson ranglega á braut, en sat síðan sem forsætisráðherra í rúmt ár. Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma var alger þangað til Davíð Oddsson tók forustu í flokknum.

Enginn foringi Sjálfstæðisflokksins hefur toppað Þorstein, nema Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn á engan Albert lengur. Það er kannski vandamálið?

Gústaf Níelsson, 28.5.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband