Árni Þór með áhyggjur af Aröbum

Alþingi íhugar að biðja ríkisstjórnina um að koma á framfæri ,,á alþjóðavettvangi" áhyggjum þingmanna af ástandinu í ýmsum arabalöndum við Miðjarðarhaf. Aðalmaðurinn í áhyggjunum er Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna.

Þegar Árni Þór nær að slíta hugann frá arabískum málefnum gefur hann sér tóm til að pota Íslandi áfram að Evrópusambandinu þrátt fyrir að vera kosinn af lista flokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að Íslandi væri betur borgið utan sambandsins en innan.

Aröbum hlýtur að þykja það upphefð að eiga Árna Þór sem áhyggjufullan talsmann á alþjóðavettvangi.


mbl.is Áhyggjur af þróun mála í Arabalöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég er alveg hissa á þeim á Morgublaðinu að byrta mind af Árna þór með fréttini.því þessi Árni þór,hann er viðbjóður....

Vilhjálmur Stefánsson, 27.5.2011 kl. 14:33

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætla þeir nú að reisa Skjaldborg um arabana? Hvað skyldu þeir vera þakklátir lengi?

Ragnhildur Kolka, 27.5.2011 kl. 15:05

3 identicon

Ég hélt að menn ættu erfitt með að ná sambandi við Össur. Á Össur sem sagt að koma skilaboðum áleiðis? Er spuninn ekki aðeins að klikka?

http://www.smugan.is/pistlar/penninn/stefan-palsson/nr/5560

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 15:28

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Árni Þór og Arababandalagið. Það mætti búa til teiknimyndaseríu. Líka um Árna Þór í Moskvu. Það er furðulegt, hvernig Moskvukommi eins og Árni sækir svo hart í ESB, eins og rotta í rotþró. En hugsið um það. Ráðsstjórnir heilla manninn. Ráðsstjórnarríki hafa hafa alltaf veitt einræðisherrum í arabaríkjum mestan andlegan stuðning, meðan Árnar þessa heims hefur fengið að sleikja diskinn og gelta á hjara veraldar

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.5.2011 kl. 17:14

5 identicon

Á.Þ. gefur sér greinilega tíma til að líta upp frá braskinu með bankabréfin í SPRON sem hann komst yfir í krafti stöðu sinnar og skiluðu honum milljónum í hagnað.

Svona fólk, ekki VENJULEGA FÓLKIÐ, hans Steingríms hefur greinilega tíma og efni á að hugsa um stærra samhengi hlutanna.

Þetta er framlag braskarans til betri heims.

Karl (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 19:18

6 identicon

Það ætti að rannsaka sölu Árna Þórs á stofnfjárbréfum sumarið 2008 sem og sölu Össurar. Ég hef enga trú á öðru en þessir menn hafi fengið upplýsingar sem leiddu til þess að þeir seldu á réttum tíma. Þetta þarf sérstakur að rannsaka alveg ofaní kjölinn.

Helgi (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 21:25

7 identicon

Þú ert furðulegur maður.  Varst þú ekki einu sinni jafnaðarmaður og jafnvel wannabí, sem slíkur?

Þórðargleði þin meðal örgustu íhaldsmanna er nánast átakanleg.

Þú ert ekki marktækur.

Jóhann (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 23:20

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jóhann, menn eru góðir eða slæmir af verkum sínum, ekki flokksskírteinum.

Páll Vilhjálmsson, 27.5.2011 kl. 23:48

9 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Vilhjálmi Stefánssyni.  Hinsvegar skil ég ekki hví Vilhjálmur Örn mætir alltaf og rakkar niður menn af arabískum og islömskum toga og ver jafnframt ísraelska hrottaherinn:

Af hverju getur Vilhjálmur Örn ekki svarað einföldum spurningum?

Elle_, 28.5.2011 kl. 00:51

10 identicon

Vildi Jóhann ekki vera svo vænn að útskýra fyrir okkur hvort að hann viti hvað jafnaðarmennskan gengur út á, og þá hvað í verkum núverandi stjórnvalda er hægt að heimfæra uppá jafnaðarmennsku...????

..

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband