Egill Helgason: pólitík og glæpir

Egill Helgason óskar sér annarrar fortíðar líkt og sumir aðrir sem voru í þjónustu auðmanna á útrásartímum. Í færslu sem heitir klíkur segir Egill að tveir hópar hafi ráðið Íslandi um skeið, Davíðshópurinn og auðmenn. Þessa hópa leggur Egill að jöfnu og segir báða bera ábyrgð á hruninu.

Hér leggur Egill að jöfnu viðurkennda starfsemi við glæpi. Davíð Oddsson og nánustu samstarfsmenn hans stunduðu stjórnmál. Maður getur haft hvaða skoðun sem er á hugmyndafræði frjálshyggjunnar en hún er samt viðurkennd stjórnmál líkt og jafnaðarstefnan og samvinnustefnan. Auðmennirnir stunduðu ekki heiðarleg viðskipti heldur glæpastarfsemi, eins og margítrekað hefur komið fram.

Um það bil sem auðræðið festi hér rætur, árin 2002 til 2005, var Egill Helgason starfsmaður 365-miðla sem Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, átti og réði. Egill var andvígur fjölmiðlalögunum sem áttu að koma böndum á yfirgang Jóns Ásgeirs í íslensku samfélagi.

Klíkufærsla Egils er röng greining á því sem fór úrskeiðis í útrásinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vanhugsuð og fáránleg kenning.

Umræðustjóri ríkisins bregst eins og fyrri daginn.

Karl (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 15:39

2 identicon

Egill reynir að endurskrifa söguna og sinn þátt í að mæra Baugsliðið og drulla yfir þá sem hann telur í dag vera jafn seka um hrunið og þá sem ma. rændu bankana innanfrá.  Hann er sennilega að eigin mati mun betur að sér um hvað gerðist en rannsóknarnefnd alþingis í sinni þúsundsíðna skýrslu sem lýsti því jafnframt yfir að kveldi útgáfudagsins að mesta ábyrgðina bæru bankaeigendurnir og þeirra vinir hvernig fór.  En Egill alvitri er sannfærður um að þeir sem börðust gegn og jafnvel vöruðu við í fjölda ára fyrir hrun og hann tók ekkert mark á eru jafnsekir. 

Það var og.  Ekki vont fyrir Jón ásgeir og félaga að hafa aðra eins mannvitsbrekkur í sínu liði, - núna sem fyrr.  Þá sem ekkert skilja og hafa ekkert lært.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 16:59

3 identicon

Það var á þeim árum sem svohljóðandi auglýsing birtist nokkrum sinnum í hverjum einasta silfurþætti Egils Helgasonar:

Silfur Egils er í boði Kaupþings.

Sigurður J Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 22:01

4 Smámynd: Elle_

´Umræðustjóri ríkisins´ passar vel yfir þann mann sem stýrir alltof miklu og gefur Eiríki Bergmann og Þorvaldi Gylfasyni forgang út í hið óendanlega í R-í-k-i-s-ú-t-v-a-r-p-i-n-u sem við erum rukkuð nauðungarskatt fyrir.

Elle_, 27.5.2011 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband