Mánudagur, 23. maí 2011
Krónan úr herkví Samfylkingar
Áróður Samfylkingar fyrir aðild að Evrópusambandinu er með krónuna sem skotmark. Ár og síð hamast forystumenn Samfylkingar að krónan sé ónýt mynt. Á meðan alþjóðasamfélagið horfir upp á evruna eyðileggja hagkerfi Írlands, Portúgal og Grikklands boða samfylkingarmenn evruna sem allra meina bót fyrir Ísland.
Seðlabanki Íslands hefur dregið úr hömlu að boða aðgerðir til að aflétta gengishöftum til að þóknast Samfylkingunni. Höftin á krónunni eru eldsneyti fyrir áróðursvél Samfylkingar.
Undirstöður hagkerfisins eru traustar. Afnám hafta á krónunni eru tæknilegt úrlausnarefni sem ætti ekki að taka meira en 3-9 mánuði. Samfylkingin stæði eftir sem nakinn úrtöluflokkur.
Heimssýn verður með fund á miðvikudag í hádeginu á stofu 101 í Odda við Suðurgötu um Írland og evruna. Allir að mæta.
Seðlabanki kaupir krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er tvíeggjað sverð. Össur, sem segist ætla að taka upp Evru eftir 3-5 ár verður að afnema höftin áður en það verður. Það er skilyrði fyrir því að innganga í bandalagið verði að aflétta höftum. Samfylkingunni væri trúandi til að fara óðslega í það, þegar það hentar og klára að rústa landinu með því.
Það er á hreinu að þeir verða að gera það, annars verður ekkert úr inngöngu. Svo verða þeir náttúrlega að færa ríkisskuldir niður í 2% af VLF og fleira álíka fjarstæðukennt, samkvæmt Maastricht sáttmálanum.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 12:12
Þessi samfylking er verri en snarvitlaus.
Það væri sök sér að vinna að ESB aðild. Það eru ákveðin trúarbrögð. EN að vinna á sama tíma ávallt gegn því sem gætu talist hagsmunir tilveru Íslendinga. Það er of langt gengið.
Það er verra að vera vondur en vitlaus.
jonasgeir (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 12:25
Dýrt er drottinsvika-orðið! Mb.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2011 kl. 12:34
Það er annars skemmtileg staðreynd sem ég rakst á. Skuldatryggingarálag hér er 10 punktum lægra en meðaltalsálag í evrópubandalagslöndum. (Ísland 206 EU 216). Er það ekki makalaust?
Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 15:38
6 punkta munur raunar...210 Ísland - 216 meðaltal ESB.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.