Guðmundur Andri, ESB og lífskjörin

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er aðildarsinni og skrifar reglulega í Fréttablaðið. Í pistli í dag útmálar hann andstæðinga aðildar sem fanga vanahugsunar. Lokaorð Guðmundar Andra eru

Aftur á móti setur menn þar almennt hljóða þegar talið berst að því sem ætti þó að vera kjarni málsins: verður aðild að ESB til þess að bæta lífskjör almennings eða versna þau?

Svo vill til að flokksfélagi og samherji Guðmundar Andra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, er nýbúinn að leggja fram skýrslu á alþingi. Þar er á bls. 30-31 rætt um kostnað af mögulegri aðild Íslands. Talið er að Ísland muni greiða 15 milljarða króna til Evrópusambandsins en við getum gert okkur vonir um að fá styrki upp á 12 milljarða.

Það stendur upp á Guðmund Andra og Össur að útskýra hvernig lífskjör á Íslandi batni við að greiða 15 milljarða og fá heimild til að betla 12 milljarða tilbaka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir nokkrum vikum þá tók ég saman meðaltalsframlög til ESB per Íbúa á bloggi Jóns Vals og fékk út 15 milljarða við að heimfæra töluna upp á fólksfjöldann hér. Skömmu síðar var þessi tala orðin fleyg í munni utanríkisráðherra án nokkurrar skýringar á henni.

Ég hef ítrekað innt utanríkisráðuneytið og Fjarmálaráðuneytið eftir þessum tölum án árangurs. Einnig grennslaðist ég fyrir um beinan kostnað við upptöku Evru hjá Seðlabankanum og fékk þau svör að þeir hreinlega vissu það ekki. Utanríkisráðuneytið hefur margbrotið upplýsingalö með að svara mér ekki hver áætlaður beinn kostnaður af inngöngunni verði burtséð frá þessum heimatilbúnu tölum um árlegt framlag.

Enginn talar um né veit út í hvaða kostnaðarhít er verið að fara til að komast inn i sambandið eða taka upp evru. Sá kostnaður veltur örugglega á hundruðum milljarða.  Kannski á að fá lánað fyrir því, en fyrst verða menn að segja okkur hvað herlegheitin kosta.

Í akefð um inngöngu er alger afneitun á þetta og menn haga sér með sama hætti og fullur sjóari í landlegu með hýruna í vasanum. No tomorrow.

Evrópusambandið hefur sjálft gefið út að við munum ekki koma út í plús. Það er næsta víst að við gerum það ekki ef við eigum í ofanálag að beila út bankakerfi halloka landa og "jafna lífskjör" í bandalaginu. Við sem vinnum flestar stundir allra fyrir brauði okkar í evrópu.

Hlutur breta í beiláti Íra nam öllum opinberum niðurskurði heimafyrir. Hve mikið þurfum við að skera niður til að ná hinum sósíalíska jöfnuði innan ESB? 

Það eru sko ekki allar tölur komnar fram og þessi tala sem Össur nefnir er blekking og fengin með þumalfingursreikningi heimavið en ekki frá ESB.

Það er allt haugalygi eins og annað. Nú þarf að farra að renna af liðinu. Ég auglýsi svo enn og aftur eftir stjórnarandstöðu hérna í landinu, sem vinnur vinnuna sína. Að finna út úr þessum kostnaði væri ágætis byrjun.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 07:51

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jón Ragnar ég er smala þér það þarf að  auglýsa eftir stjórnarandstöðu sem vit er í .Flokkur sá sem ég tilheiri með Bjarna Ben og Ólöfu Norðdal er að lognasútaf.Ef vel er eftir hlusta er Einræðisstjórn hér á Landi sem fær öllu sýnu framgengt sem hún vill.

Vilhjálmur Stefánsson, 23.5.2011 kl. 08:17

3 identicon

Fjölmargir hafa skoðað þessi mál. Hér er linkur á skýrslu sem gerð var fyrir Neytendasamtökin fyrir fáum árum :http://www.ns.is/ns/upload/files/pdf-skrar/esbadild_neytendur1.pdf

Það er mikilvægt að átta sig á því að skoða þarf málið í heild sinni.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 09:13

4 identicon

Skýrslan heitir : Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 09:15

5 identicon

Skrifuð hefur verið doktorsritgerð um Ísland og ESB . Hér er stutt samantekt.

Magnús Bjarnason Dr. Magnús Bjarnason hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur í HR í morgun um doktorsritgerð sína, The Political Economy of Joining the European Union: Iceland‘s Position at the Beginning of the 21st Century.

Þar rakti Magnús helstu niðurstöður sínar og í máli hans koma fram að vel mögulegt væri að landsframleiðsla (VLF) myndi aukast um allt að 5-6% með aðild að ESB. Hann tók það þó skýrt fram að það tæki tíma. Hann nefndi einnig að áætluð af aðild áhrif á VLF myndu verða 8-9% í Króatíu, sem stendur í aðildarviðræðum. 

Hann sagði einnig um áhrif sameinginlegrar myntar, en að sögn Magnúsar er viðskiptaaukning að meðaltali um 25% á milli aðildarlanda á sameiginlegu myntsvæði ESB.

Magnús fjallaði ítarlega um bæði landbúnað og sjávarútveg og kom þar m.a. inn á matarverð, sem var 60% hærra hér á landi á árunum 2003-2006. Hann segir að tölur eftir þetta séu nánast ónothæfar, m.a vegna hruns krónunnar og bankakerfisins árið 2008.

Magnús sagði einnig að með aðild að sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP) væri hægt að áætla að ráðstöfunartekjur á íslandi myndu aukast um 1.5 – 4%. Þetta myndi m.a. gerast með hagræðingu og flutningi starfskrafta yfir í betur launuð störf.

Magnús ræddi möguleika í samningaviðræðum í sjávarútvegi. Hann telur erfitt, en þó ekki útilokað að fá undanþágur. Að hans mati er besta lausnin til frambúðar að fara mun betur (harðar) eftir tillögum fiskifræðinga í fiskveiðimálum í Evrópu.

Magnús telur aðild vera jákvæða fyrir þjóðina í heild en hann lagði á það mikla áherslu að menn yrðu að "girða fyrir hluti“ eins og hann orðaði það og átti þá við ýmis hagsmunamál Íslands í aðildarsamningum.


Lesið og lærið.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 10:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú sérð náttúrlega að þetta er deleríum Hrafn minn sundlaugavörður.  Véfréttin frá Delfí hefur væntanlega verið skírmæltari en þessi trúarmantra Magnúsar, þar sem hann heldur og telur hitt og þetta sem muni taka langan tíma að því gefnu að girt sé fyrir eitt og annað og farið harðar eftir hinu og þessu.

Þetta er brandari fyrir öllu hugsandi fólki, en vafalaust eins trúarprédíkun fyrir þig, sem kýst hughreystandi lygi framar veruleikanum.

Og svo ertu bara cocky með þessa snilld.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 12:21

7 identicon

Sæll Jón Steinar! Alltaf jafn málefnalegur og skemmtilegur. Kveðjur til Siglufjarðar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:52

8 identicon

Ef þessi tala 15 milljarðar er fengin út frá mannfjölda verð ég að hryggja ykkur með því að greiðslur Íslands í ESB hítina verða mun hærri en þetta. Greiðslur fara nefnilega eftir þjóðartekjum á mann, og þar er Ísland yfir meðaltali ESB ríkjanna.

Ég á enn eftir að sjá þá stærðfræði sem færir okkur betri afkomu við það að taka yfir okkur hrikalega yfirbyggingu ESB ofan á þá sem fyrir er hér innan lands, því engin merki eru um að hún minnki.

Gerir fólk sér grein fyrir því að rekstur ESB kostar 150 milljarða Evra á ári (150.000.000.000.- ) Veit fólk að talið er að Evrópusambandið geti ekki gert grein fyrir u.þ.b. 18,5 milljörðum Evra árlega. Veit fólk að ESB hefur ekki skilað endurskoðuðum ársreikningum frá 1993 ???

Guðmundur Andri gerist enn og aftur dónalegur við íslenskan almenning. Hann talaði niður til Íslendinga í Icesave málinu, gerði þá að heimskum tuddum, og bætir nú um betur með því að líkja andstæðingum Evrópusambandsaðildar við heimska hunda. Hann firrtist við mig þegar ég kallaði hann uppskafning í einkapósti, en nú hefur hann sannað mál mitt svo að óhætt er að nota það á hann opinberlega.

Kveðja Árni Árnason Vélstjóri

Árni Árnason (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband