Sunnudagur, 22. maí 2011
Markaður og lýðræði: ábyrgðin varð útundan
Snjöll greining Ólafs Ragnars á andstæðum markaðar og lýðræðis í samhengi við Icesave-deiluna kom fram á blaðamannfundi þegar hann hafnaði Icesave-lögum í fyrra sinn.
Rökin fyrir því að bankar fái almannafé til að verða ekki gjaldþrota eru þau að fjármálakerfið sé í hættu. Án fjármálaþjónustu er efnahagslífið allt í hættu. Enginn vafi er að bankamenn nota sér sterka stöðu fjármálaþjónustunnar; taka áhættu í vissu um að stjórnmálamenn veiti skattfé til bankanna ef illa fer.
Í almennri stjórnmálaumræðu síðustu áratugi er gefið að markaður og lýðræði gangi hönd i hönd. Fjármálakreppan síðustu misseri leiðir til kröfu um endurskoðun á þeirri kennisetningu.
Ábyrgðin varð útundan í markaðsvæðingu lýðræðisins.
Lýðræðið sigrar peningaöflin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og það versta;
Ábyrgðin hefur verið send eins og hægt hefur verið af fjármagnseigendum yfir á almenning í meðferð núverandi stjórnvalda.
Það var Icesave sagan.
Það var skelvingin sem Ólafur Arnarsson hefur rætt. Kostnaður vegna gengishruns sendur í heilum pakka á almenna skuldara í stað þess að afskriftir hafi komið almennt inn í skuldasöfn eins og áætlað hafði verið. Takk fyrir það Steingrímur!
Þetta er skjaldborg í lagi, ...fyrir þá sömu og eiga mestan þátt af hruninu.
jonasgeir (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 17:11
Þetta er í hnotskurn lýsing á sérkennilegu bandalagi stjórnmálamanna og stórkapítalista innan Evrópusambandsins.
Gústaf Níelsson, 22.5.2011 kl. 23:52
Það er talað um ábyrgð. Hver er ábyrgð Össurar Skarphéðinssonar? Trúðsins sem má koma fram dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, eins og aldrei hafi neitt gerst í fortíðinni, gasprar og gólar, heggur og vefur, milli þess sem hann brosir því bros bræða hjörtu hinna veiklyndu, sér í lagi hinna skoðunarlausu kvenna. Þessi maður veður um eins og trúboði, eins og hann hafi aðeins tvennt á pókerhendi Samfylkingar: íslenskan sjávarútveg (dauðan) og fullveldi Íslands (dautt: ESB). Hversu auðvelt er að vera Össur og hversu auðvelt er að vera í Samfylkingunni? Og í tilefni dagsins: hversu lengi ætlar Egill Helgason að dansa með í þessum vals?
Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 00:32
Nafni!! Þangað til við tökum í taumana..
Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2011 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.