Sunnudagur, 22. maí 2011
Endalaus ábyrgð Davíðs
Davíð Oddsson er fyrirferðamesti stjórnmálamaður Íslands síðusta aldarfjórðunginn eða þar um bil. Ólafur Ragnar Grímsson er sá stjórnmálamaður sem kemst næst Davíð í umfangi. Íþróttin að davíðsgera stærri og smærri málefni samfélagins er iðkuð af kappi.
Jónas Kristjánsson segir Valgerði Sverrisdóttur til syndanna fyrir hennar hlut í hrunmenningunni. Jónas segir Valgerði ,,ráðherra Davíðs" - en hún var ráðherra Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins.
Kapp er best með forsjá.
Athugasemdir
Þetta er alveg með ólíkindum með hann Davíð kallin.
Sérstaklega eftir að komið hefur í ljós svona síðari mánuði.
Það þarf mikið hugrekki til að standa gegn kröfu heils bankakerfis um fjárveitingar úr seðlabanka eftir að í óefni er komið. Hvar hefur það gerst í kring um okkur?
Már seðlabankastjóri hefur meira að segja viðurkennt að hann hafði rangt fyrir sér þegar hann gagnrýndi Davíð fyrir að reyna ekki meira með almannfé að bjarga bákninu.
Og hvað gerðu Jóhanna og Steingrímur eftir hrun? Gáfu það fé sem sett hafði verið til hliðar til skuldaaðllögunar almennings til erlendra kröfuhafa!!!! (Ólafur Arnarsson).
Hefði Davíð gert það? Nei. Það er alveg ljóst.
jonasgeir (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 13:25
Jónas hefði nú átt að vita betur.
Ragnhildur Kolka, 22.5.2011 kl. 13:35
Þeim sést ekki fyrir í blindni sinni og öfund yfir góðum stjórnarháttum Davíðs.. Var að hlusta á mælskan Össur rétt áðan. Allt sem andstæðingar aðildar að ESB.,hræðast og halda fram gegn aðild,heitir á hans máli áróður.Hverju nafni nefnist þá raðfyrirlestrar ,,fyrirmanna frá löndum ESB,? .,.,. Mínar pælingar,.,.,.. Niðurstaðan eftir þennan pistil er,þrýstum á þessa 2 höfuðpósta Ó.R.G. og D.O. að að sameina þjóðina í að standa fast á sjálfstæði sínu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2011 kl. 14:12
Ef Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson væru á þingi í dag væri betur umhorfs í þjóðfélaginu. þá kæmist Össur Skarphéðinsson ekki upp með sviksemi við Landið,sem hann virðist vera að gera með ESB kjaftæðinu.Jóhanna Sigurðar væri kominn á ellilaun og Steingrímur J orðinn smali hjá skyldfólki sínu norður í Þistilfirði..
Vilhjálmur Stefánsson, 22.5.2011 kl. 14:34
Segir allt um blaðamennsku og vinnubrögð Jónasar K.
Karl (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 14:59
Eftirfarandi færsla segir allt sem segja þarf um hvaða gáfum Jónas er gæddur:
28.10.2010
Upphafsorð stjórnarskrár
Ný stjórnarskrá gæti byrjað svona: "Ísland er lýðræðisríki með sterkum leikreglum siðferðilegrar ábyrgðar, gegnsæis, jafnræðis og heiðarleika. Hér ráða hagsmunir heildarinnar og mannréttindi eru sett í öndvegi. Auðlindir lands og sjávar eru í eigu þjóðarinnar. Þær eru nýttar á sanngjarnan, sjálfbæran og skynsaman hátt með hagsmuni framtíðarkynslóða að leiðarljósi. Atvinnulíf er fjölbreytt og einstaklingsfrelsi er mikið. Samhliða jöfnuði og jöfnum tækifærum og sem jafnastri skiptingu lífsgæða og sem beztri nýtingu mannauðs. Velferð er öflug, fátækt engin og fjölskyldan höfð í fyrirrúmi."
Haraldur (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 16:20
Haraldur: Skoðaðu aftur vitleysuna sem þú skrifaðir. Hagsmunir heildarinnar og mannréttindi geta ekki staðið saman í sömu setningu. Skilgreyndu hugtök eins og nýttar á sanngjarnan hátt og af hverju þarf LEIKreglur. Er þetta ekki dauðans alvara?
Steinarr Kr. , 22.5.2011 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.