Laugardagur, 21. maí 2011
Steingrímur J.: efri millistéttin og venjulegt fólk
Steingrímur J. tilheyrir ,,efri millistéttinni" og þarf ekki að hafa áhyggjur af afkomu sinni enda á góðum launum og býr að enn betri lífeyriskjörum. Á meðan venjulegt fólk reynir að krafsa sig frammúr aðstæðum sem sköpuðust eftir hrun er fjármálaráðherra í pólitískum fílabeinsturni.
Orð formanns Vinstri grænna um að venjulegt fólk hafi ekki orðið fyrir eignabruna eiga eftir að fylgja honum lengi.
Allir urðu fyrir eignabruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
greyið er greinlige bara veikur ..og hans fólk á þessu flokksþingi greinilega líka þar sem enginn virðist ætla að stöðva manninn ..
kannski er það bara ekki hægt án inngrips lækna eða lögreglu ..
en það er alveg ljóst að hann lifir ekki í þessum raunveruleika sem ég sé..
Hjörleifur Harðarson, 21.5.2011 kl. 11:24
Aftur, aftur og aftur sýna ráðherrar hveð þeir eru veruleikafirrtir. Eru þá aðeins fjármagnseigendur í landinu venjulegt fólk? Þvílík viðbjóðs ríkisstjórn sem við hin "óvenjulegu" héldum að myndi vinna fyrir okkur og trúðum loforðunum sem frá þeim komu. Maður fagnaði þegar "hennar" tími kom............. en þvílíkt ógeð.......... NEI ALDREI aftur
Biggi (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 11:57
Rétt.
Þessi orð mega ekki gleymast.
Lýsa óheilindum og afar ógeðfelldri afstöðu til fórnarlamba hrunsins.
Skammarleg ummæli.
Karl (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 13:16
Sæll.
Þessi orð sýna líka glögglega fram á dómgreindarleysi Steingríms sem var svo sem orðið nokkuð ljóst eftir Icesave klúður hans.
Þessi orð mega ekki gleymst eins og nefnt er að ofan. Einnig er vert að minna á að 2007 vildi þessi sami maður koma upp internet löggu hér. Svona eru hann og hans líkar nú miklir unnendur frelsins.
Helgi (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.