Grikkir hafa ekki efni á fullveldi

Grikkir eru lokaðir inn í Evrópusambandinu með skuldir sem þeir ráða ekki við og gengisskráningu sem endurspeglar útflutningsiðnað Þjóðverja en ekki stöðu gríska efnahagskerfisins. Þótt Grikkir skrapi botninn, t.d. með því að hirða styrki úr þróunarsjóði EFTA en leggi ekki fram mótframlag; þótt þeir selji eyjarnar og einkavæði ríkisfyrirtækin munu þeir ekki vera borgunarmenn fyrir skuldum sínum.

Í gær lækkaði Fitch enn matið á greiðslugetu ríkisstjóðs Grikkja. Fjármálamarkaðir eru lokaðir stjórnvöldum í Aþenu. Grikkir eru upp á náð og miskunn Evrópusambandsins með fjármagn.

Evrópusambandið kemur fram við Grikkland eins og það sé nýlenda, segir grískur verkalýðsleiðtogi.

Einmitt.


mbl.is Stöðva greiðslur í Þróunarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig birtast okkur dæmin um samhyggðina og bræðralagsböndin,sem sameina esb-löndin.

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2011 kl. 11:08

2 identicon

Sæll.

Grikkir verða að losa sig við evruna, þá eiga þeir í það minnsta sjens.

Helgi (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband