Föstudagur, 20. maí 2011
Björgunaráætlun Vinstri grænna
Steingrímur J. formaður Vg og fjármálaráðherra vill spila sóknarbolta á seinni hluta kjörtímabilsins og er það skiljanlegt þegar styttist i kosningar. Myndlíkingin úr íþróttamálinu dregur fjöður yfir þá staðreynd að á meðan kappleikir snúast um að sigra eru stjórnmál flóknara fyrirbrigði
Stjórnmálaflokkur í kosningaham þarf að hafa áætlun sem er í samræmi við orð og gerðir flokksins undangengin ár og misseri - auk framtíðarsýnar.
Framtíðarsýnin sem Steingrímur J. kynnti í upphafi ríkisstjórnarinnar var norræn velferðarstjórn. Hugmyndin byggði á þeirri fölsku forsendu að hér væri ekki velferðarþjóðfélag. Þess vegna náði hún ekki flugi.
Síðustu mánuði hefur Steingrími orðið tíðrætt um flórmokstur. Elja fjármálaráðherra er slík að hann er löngu komin í gegnum gólffjalirnar og ofan i grunninn. Þar stendur Steingrímur og mokar sér holu. Úr þeirri holu verður engin sókaráætlun til.
Eini möguleiki Steingríms og Vinstri grænna er að setja saman sóknaráætlun sem gerir ráð fyrir fullvalda ríki með forræði eigin mála og utanríkisstefnu sem er í samræmi við legu landsins og strandríkjahagsmuni okkar í bráð og lengd.
Sóknaráætlun Vg verður að skilja Samfylkinguna eftir í ESB-foraðinu.
Fyrir sitt leiti mun Samfylkingin útmála Vg sem andstæðing atvinnuuppbyggingar og afdalamenn.
Ríkisstjórnarskútan flýtur á atkvæði Þráins Bertelssonar. Sá vinstriflokkurinn sem er með betri áætlun kemst fyrst í björgunarbátana.
Úr varnarleik í sóknarbolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll fáir eru jafn góðir og þú með hamarinn,en í kappleik er Steingrímur alltaf rangstæður og kemst upp með þeð meðan tip,s duga.
Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2011 kl. 00:03
Kappleikir snúast aldrei um að sigra leikinn. Þeir snúast um að sigra andstæðinginn. Enginn keppir við leikinn. Menn keppa, vinna eða tapa, seinheppni Páll Vilhjálmsson. Annars er bara gaman að lesa skrifin þín á um það bil tveggja vikna fresti!
Björn Birgisson, 21.5.2011 kl. 00:10
Takk fyrir leiðréttinguna, Björn.
Páll Vilhjálmsson, 21.5.2011 kl. 00:14
Ekkert að þakka, Páll minn! Hverjum glymur þín bjalla? Er það skriffíknin ein sem knýr þig áfram, eða er það eitthvað annað?
Björn Birgisson, 21.5.2011 kl. 00:26
Þegar stórt er spurt...
Ætli það sé ekki sú afstaða að opinberir aðilar eigi ekki einir að sjá um umræðuna.
Páll Vilhjálmsson, 21.5.2011 kl. 00:30
Þetta kemur oft fyrir hjá,íþróttafréttamönnum maður gerir ekki veður út af því. En hafa skal það sem réttara er.
Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2011 kl. 00:39
Ágætt svar að sinni. Gangi þér vel með skrifin þín og eigðu góða helgi, sem og aðra daga og allt þitt fólk.
Björn Birgisson, 21.5.2011 kl. 00:43
Steingrímur Sigfússon er kommúnisti.
Hans sóknaráætlun gengur út á að þurrka út íslensku millistéttina.
Gera alla að þurfalingum sem eiga allt sitt undir ríkinu sem Steingrímur ætlar að stjórna lengi, lengi.
Steingrímur vill ráða lífi annars fólks og brjóta allt og alla undir vilja sinn.
Ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur er hann mesti skaðvaldur íslenskra stjórnmála. Bæði eru þau valdasjúk og ófyrirleitin.
Karl (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.