Framsókn tekur Sjálfstæðisflokkinn í nefið

Framsóknarflokkurinn er hægt en örugglega að ná forystu fyrir stjórnarandstöðunni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er lamaður. Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði Icesave-málinu, forystan er meðsek útrásarafgöngum í þingflokknum og býður enga pólitíska valkosti aðra en skattalækkun.

Sjálfstæðisflokkurinn berst við vindmyllur þegar hann herjar á ríkisstjórnina vegna skattamála. Til að pólitík verði úr slíkum málflutningi þarf ríkisstjórnin að vera með opinberan rekstur á dagskrá - sem hún er ekki. Einkareksturinn er sviðin jörð eftir útrásina og þarf tíma að vaxa á ný. Hækkun skatta er timburmenn eftir sukkið en ekki til að auka umsvif ríkisins.

Framsóknarflokkurinn endurnýjaði sitt fólk að stórum hluta. Forystan talar að skynsemi í stórum málum, t.d. Icesave. Samþykkt á síðasta flokksþingi um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins tekur af tvímæli um hvert flokkurinn stefnir. Öflugir þingmenn eins og Gunnar Bragi og Vigdís Hauksdóttir taka þannig á málum að eftir er tekið.

Á meðan valdahlutföll stjórnarandstöðu taka breytingum situr ríkisstjórnin í skjóli Þráins Bertelssonar. Hvernig ætli hann hafi farið úr rúmi í morgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Framsóknar þingmenn eiga sannarlega hrós skilið. Hvað ætli við ,meirihluti anti-ESB.séum búin að bíða lengi eftir kröftugum mótmælum allrar stjórnarandstöðu. Er ekki umsóknin í ESB. ólögleg? Komið nú stjórnvitringar! Er ekki stöðugt verið að blekkja? Nú er Icesave,sem átakamál frá,virðist eftir á,eins og leikið til að eyða tímum og kröftum í,á meðan er allt á fullu í aðlögun eða aðildar ferli í Esb,flest annað áríðandi situr á hakanum.    Vona að hægt verði að koma ríkisstjórninni frá sem fyrst.  Þráinn verður ekki alltaf til varnar henni í tíma og rúmi.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2011 kl. 15:05

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það löngu vitað mál að forysta Sjálfstæðismanna er ónít. Bjarni Ben og Ólöf Norðdal voru á ferðalagi um Landið á dögonum og reindu að afsaka gjörðir sýnar vegna Icesave og út úr Bjarn Ben komu innantóm óhljóð þau sömu og hann viðhefur á Alþingi,marklaust bull. Við erum margir sem ljájum honum ekki atkvæði á næsta Landsfundi....Valdastjórnin sem situr nú við völd verður að fara ..En hver tekur þá við? Ekki getur stórlaskaður Sjálfstæðisflokkurinn tekið við.Fyrst þarf að hreinsa úr honum menn sem hrópa á torgum um að þeir séu svo vitibornir að þeir verði að hafa há laun.

Vilhjálmur Stefánsson, 20.5.2011 kl. 16:42

3 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er ónýtur.

Frjálslynt fólk á engan valkost í íslenskum stjórnmálum.

Karl (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband