Föstudagur, 20. maí 2011
EES-samningurinn og smáríki
Til athugunar er að smáríkin Andorra, Monakó og San Marinó verði aðilar að samningnum um evrópska efnahagssvæðið, EES. Samningurinn er á milli EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein sem öll eru smáríki nema kannski Noregur.
Utanríkisráðherra Noregs er ekki hrifinn af aðild smáríkjanna. Norðmenn eru að endurskoða afstöðu sína til EES-samningsins og gæti farið svo að þeir kysu tvíhliðasamninga við Evrópusambandið, líkt og Sviss.
Á hinn bóginn lítur Evrópusambandið á EES-samninginn sem mögulegt sniðmát fyrir önnur ríki sem munu ekki verða aðilar að sambandinu sjálfu, t.d. Tyrkland.
Það er margt í mörgu.
Athugasemdir
Noregur er defiently smáríki. Þar nær íbúafjöldinn ekki 5 milljónum. Ríflega helmingi minna en Grikkland sem er rúm 11 milljón.
Til samanburðar er herraríkið Þýskaland ríflega 81 milljón og frakkland 65 milljónir. líklega 70% af sambandinu, svo menn ættu bara af því að sjá hverslags racket þetta er.
Þetta er bara nýtt lénskerfi, eins og alltaf stóð til.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2011 kl. 09:25
Góð ábending Jón Steinar, við ættum kannski að tala annars vegar um smáríki (Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Belgía, Holland, Grikkland, Írlandi ofl.) og hins vegar örríki (Ísland, Færeyjar, Grænland, Mónakó, ofl.)
Páll Vilhjálmsson, 20.5.2011 kl. 12:14
Enmitt, en hvernig verður ástandið þegar Tyrkland fær aðild?
Muslimar ná þá yfirhöndinni. Þokkaleg framtíð, eða hitt þó heldur.
Björn Emilsson, 20.5.2011 kl. 14:54
Á heimasíðu ESB-Eurostat-má finna fjölmargar upplýsingar. Íbúar í ESB ríkum eru nú rúmlega 501 milljón. Hlutur Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Bretlands er 53%. Sjá: http://epp.eurostat.ec.europa.eu/portal/page/portal/eurostat/home
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 17:31
Mjög fróðleg síða um mannfjölda:http://www.geohive.com
Þeir sem halda að Þýskaland og Frakkland séu 70% af ESB verða hissa þegar þeir sjá allar tölurnar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.