Fimmtudagur, 19. maí 2011
Ráðherrar grafa undan endurreisninni
Endurreisn efnahagslífsins eftir hrun er háð sjálfstrausti þjóðarinnar og tiltrú erlendis. Ríkisstjórnin almennt dregur úr sjálfstrausti þjóðarinnar með því að kveikja ófriðarbál hvar og hvenær sem færi gefst til. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er rökstudd þannig af ríkisstjórnarhluta Samfylkingarinnar að við þurfum að segja okkur til sveitar hjá ESB.
Sérstakur úrtöluráðherra er Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra sem má hvorki hitta erlendan blaðamenn né rata á fund í útlöndum að hann rægi ekki krónuna. Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Boga Nils Bogason framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group. Bogi segir
Á meðan fyrirtækin og heimilin í landinu notast við krónuna er það algerlega óviðunandi að ráðherrar skuli tala hana niður á erlendum og innlendum vettvangi. Slíkt er alls ekki til þess fallið að auka trú erlendra lánastofnana á myntinni okkar.
Vinstristjórnin getur ekki leitt endurreisn landsins. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna eykur, dýpkar og framlengir kreppuna.
Athugasemdir
Skil ekki að þjóðin skuli sætta sig við þennan mann sem ráðherra.
Hann talar allt niður og virðist beinlínis ákveðinn í að valda sem mestum skaða.
Hvað eru stuðningsmenn Samfylkingar að hugsa?
Karl (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 08:35
Ég held að menn ættu að hrópa þessa svífyrðu af tindum.
Þau hafa framið hér hryðjuverk í raun.
Ætla menn að þegja þunnu hljóði áfram?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.