Miðvikudagur, 18. maí 2011
Ísland strandríki með meginlandsóra
Strandríkin við Norður-Atlantshaf eiga aðra hagsmuni en meginlandsþjóðir Evrópu. Grænlendingar fóru úr Evrópusambandinu á síðustu öld, Færeyingar eru ekki með aðild á dagskrá og Norðmenn hafa í tvígang hafnað aðild. Ísland sótti um aðild í beinu framhaldi af taugaáfalli vegna hrunsins og sérlegrar ósvífni Samfylkingar og undirlægjuháttar Vinstri grænna.
Samfylkingarhluti ríkisvaldsins mun lúffa fyrir hörðum staðreyndum. Strandríkið Ísland á ekkert erindi í Evrópusambandið.
Norðmenn afhuga ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfsögðu á að ganga í ESB Það er framtíðinn.
Árni Björn Guðjónsson, 18.5.2011 kl. 21:11
Og það sem verra er Páll, er að strandríkið Ísland er farið að skerða norðurslóðahagsmuni sína vegna þessarar vanhugsuðu aðildarumsóknar!!
Gústaf Níelsson, 18.5.2011 kl. 21:56
Árni minn,við vitum nú ekki allt um framtíðina. Það mikilvægasta er að halda sjálfstæðinu og nýta öll þau tækifæri sem blasa við. Þú hefðir átt að hlusta á Sigmund Davíð á útv. Sögu í dag,nokkrir góðir/góðar með honum og landið rís upp úr rústunum. Það er framtíðin.
Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2011 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.