Þolmörk lýðræðis og vald ESB

Grikkir líta ekki á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem fulltrúa sína. Kröfur Brussel um aukinn niðurskurð ríkisútgjalda eru taldar inngrip í grísk stjórnmál. Grikkir telja það ósvífni að framkvæmdastjórnin krefjist þess að eyjar í ríkiseigu fari á markað.

Evrópusambandið er með peninga til að kaupa Grikkjum frið frá lánadrottnum í sex, tólf eða 18 mánuði. Eftir það er komið að gjaldþroti.

Lýðræðið í Grikklandi mun sigra umboðslaust valdboð Evrópusambandsins. En það verður með hvelli.


mbl.is Verða að flýta umbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hmmm og Grikkir liggja með 600 milljarða evra á reikningum í Sviss. Þetta er hærri upphæð en allar skuldir Griska ríksins. Er nema von að það sé þrýstingur á þá að selja eignir. Kannski sjá einhverjir af þessum ofurríku spiltu grikkjum sóma sinn í því að koma heim með einhverja aura.

Sigurður Sigurðsson, 18.5.2011 kl. 11:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigurður, ef ég væri svo gæfusamur að eiga nokkur þúsund milljarða á reikningi í Sviss, sem ekki væri hægt að sýna fram á að aflað væri með ólöglegum hætti, fyndist þér þá sjálfsagt að ég beilaði út íslenska ríkið? Er það þá ekki jafn siðleg krafa og að heimta þjóðnýtingu á sparifé og lífeyri landans svona í prinsippinu?

Ég fatta ekki svona lógík, með fullri virðingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 12:12

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nei kannski værum betur stödd ef allir hugsuðu eins Jón Steinar. Gefum skítt í samborgara okkar og geymum aurana okkar á tryggum stað eins og t.d. í faðmi ESB. Ekki séns að koma með þá heim og taka þátt í uppbyggingu á islensku samfélagi.

Sigurður Sigurðsson, 18.5.2011 kl. 12:42

4 identicon

Er ekki þrýstingurinn á stjórnvöld - ekki þessa sem liggja með milljarðana á reikningum í Sviss?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 13:20

5 identicon

Taka þátt í samfélaginu!  Já góðan daginn.  Þú hefur kanski dottið á höfuðið á skíðunum, Sigurður!

Sum samfélög eins og til dæmis það íslenska nánast banna að "taka þátt".  

Það að leyfa eignaupptöku í formi skatta og gjalda á eigum sínum er ekki að taka þátt.  

Það þarf að skapa aðstæður í samfélaginu til að fólk með möguleika geti "tekið þátt",  hér heima eða erlendis.

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 13:23

6 identicon

Annars auðvitað algjör snilld að krefjast eignaupptöku grískra eyja til að hafa upp í skuldahafið sem búið er til af þýskum bönkum og gríska ríkinu í sameiningu.

Svona er víst ESB greinilega...

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 14:16

7 identicon

Svo þarf líka að vera harðari að ná í aurana í útlöndum sem vissulega var stolið og það eru nú ekki allir sem liggja með fé í Sviss með hvítþvegna aura.

Það er merkilegt að viðskipti eins og dæmd voru í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur bara viðskipti en ekki svindl eru að mati margra ekkert nema ponsi svik eins og íslensku lífeyrissjóðirnir.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 14:38

8 Smámynd: Snorri Hansson

Margar evru þjóðir hafa tekið að láni „það sem uppá vantaði“ í ríkisrekstrinum.Það er auðvitað mjög þægilegt en er bein leið til andsk....

110 miljarða evra lán til þriggja ára er eins og að pissa í skóinn sinn. Skammgóður vermir. Sigurður segir að Grikkir séu með 600 miljarða í Svissneskum bönkum. Eru það lífeyrissjóðir? Á að nota þá til þess að borga erlendar skuldir ríkissjóðs?

Eitt er alveg ljóst að það er engin leið að hafa einn og sama gjaldmiðilinn fyrir margar ólíkar þjóðir.

Snorri Hansson, 18.5.2011 kl. 17:19

9 identicon

Ég man að í aðdraganda hrunsins voru sætin í öryggisráðinu mál málanna. Nú eru sætin í Hörpunni mál málanna. Maður horfir upp á Evrópu og Bandaríkin eins og gjaldþrota fyrirtæki í upplausn. Bandaríkjamenn hættir að virða óskráðar reglur og farnir að henda forsetaefnum í dýflissur ...

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 17:46

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigurður, þú mátt treysta því að ef ég væri svona fjáður, þá sæi ég auman á laninu mínu, en það er þa bara spurning um siðferðisstyrk en ekki lögboðnar skyldur. Ég vona að þú sjáir barnaskapinn og útúrsnúninagana í máli þínu. Þetta er þekkt rökvilla, sem heitir Non Sequitur.  Flettu því upp svo þú getir varað þig á því næst.

Enn með fullri virðingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 18:30

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get haldið áfram að fantasera með þér...

Það sem ég myndi gera t.d. væri að dreifa 1000 milljörðum jafnt á alla Íbúa landsins og efnahagslífið hrykki í gang yfir nótt. Ef ég hinsvegar henti þessu í bankana eins og gert er á Grikklandi, þá gerðist ekkert og vandin myndi bara halda áfram að dýpka með sama hraða.

Kannski er ég bara sannur sósíalisti inn við beinið? Það er annað en margir aðri sjálfkrýndir sósíalistar eru.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband