Nauðgari í opnu samfélagi

Í Evrópu tíðkast leyndarhyggja í opinberum málum sem verður til á miðöldum. Valdamenn komast upp með háttsemi í skjóli persónuverndar með rætur í stéttasamfélagi þar sem mannréttindi voru tengd virðingarstöðu í samfélaginu. Aðalsmaður naut meiri verndar en þjónustustúlka.

Bandaríkin eru byggð flóttamönnum frá Evrópu sem slitu sig frá ósiðum göml siðmenningarinnar.

Janet Daly skrifar í Telegraph um meðferðina á Dominique Strauss-Kahn forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og útskýrir hvers vegna Frökkum ofbýður.

Frökkum finnst handjáraður valdsmaður ekki eiga erindi í fjölmiðla. Handjárnin eru fyrir svefnherbergið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nokkur dýpt í þessum pistli Páll, enda ertu fæddur í Evrópu! 

Sumir saka Norður-Ameríkubúa um að vera grunna, einfalda og opna.  Dómskerfi BNA þó ekki alfullkomið sé, myndi betrumbæta margt sem falið er í Evrópu.

Madoff sakaður og dæmdur á mettíma í 150 ár, enda sakargiftir alvarlegar, hann stal "sparifé" þúsundra manna. Nú fær þernan að njóta vafans, þó óaðlaðandi sé og þrátt fyrir að sakborningur sé á pari við "kóngafólk" frá Evrópu.  

Sjálf held ég að munur á menningu og leyndarhyggju allri liggi í konungs- og keisaradæmum Evrópu sem enn er verið að bugta sig fyrir og margir forsetar og fyrirmenni álfunnar samsama sig í.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.5.2011 kl. 14:17

2 identicon

Heil og sæl; Páll / Jenný Stefanía - og annað, gott fólk !

Jenný Stefanía; fornvinkona vísa !

Rangt hjá þér; að álykta Pál Evrópumann vera, hafi hann fæðst á Íslandi.

Því; Ísland er jú, óaðskiljanlegur hluti Norður- Ameríku, líkt og Grænland og aðrar nærsveitir, Jenný mín.

Vitaskuld; hafðir þú þessa staðreynd í víðfeðmri kunnáttu öskju þinni, Jenný mín - en; kannski þú hafir viljað stríða Páli, að nokkru ?

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 14:36

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Óskar Helgi ævinlega,

Fúslega játa ég fávísi nokkra í fornum heimsálfufræðum, nema ef vera kynni að pilturinn Páll hafi fæðst vestan flekaskipta á Reykjanesi.

Stríðnispúki er jafnan hlekkjum hafður, nema vel viðri til þess að andskotast út fyrir dyr. 

Með bestu kveðjum í Árnesþing að vanda, fornvinur góður.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.5.2011 kl. 15:02

4 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jenný Stefanía !

Þakka þér fyrir; hressileg andsvörin, úr Vorþey; Kletta fjallanna, vestra.

Þú nefnir; réttilega, flekaskiptin - en landið ALLT, og austur fyrir, er blessunarlega Ameríku megin, og staðfestir enn frekar, litla samleið okkar með Evrópu - nema þá;: Rússlandi - Hvíta Rússlandi - Noregi - Úkraínu - Kazakhstan - Serbíu og nokkrum annarra, Jenný mín.

Hvort heldur er; í efnhagslegu / sögulegu / menningarlegu- og Hernaðar legu tilliti, Jenný Stefanía.

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband