Mánudagur, 16. maí 2011
Össur blekkir vísvitandi
Utanríkisráðherra Íslands er fjarska illa að sér í Evrópumálum. Á þingi í dag sagði Össur Skarphéðinsson
Menn tala um að fullveldi tapist við aðild. Herra trúr! Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið, EES, felur í sér að innan við tíu prósent af laga- og regluverki Evrópusambandsins tekur gildi á Íslandi.
. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál.
A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.
Athugasemdir
Ég er alveg viss um að Össur sjálfur er að samþykkja hundruði ef ekki þúsundir lagaákvæða með ráðherra leifi sínu. Honum er ekki treystandi.
Valdimar Samúelsson, 16.5.2011 kl. 21:53
Ég hef áhyggjur af því hvað hann er að gera svona sóló í embætti sínu, framhjá þingi og þjóð eins og okkur komi það ekki við. Það er kannski gustukaverk að biðja hann um nákvæma skýrslu um þetta og stöðva allt ferli þar til hann hefur skilað af sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2011 kl. 22:12
Ég vil annars að Össur sé á borði sérstaks eins og aðrir meintir útrásarkrimmar. Af hverju var innherjamál hans þaggað niður? Af hverju er hann yfirleytt ráðherra með þetta í farteskinu? It's a mystery.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2011 kl. 22:13
Afhverju talar Össur í ræðu sinni,um að þjóðin eigi að fá að kjósa um hvort,hún vilji aðild eða ekki.Samt segir hann í viðtali að úrslitin séu ekki bindandi,væri hún það ef já yrði ofan á? Það eru ekki margir sem treysta þessum utanríkisráðherra,jafnvel ekki samherjar,en finnst gott að nota hann sem plóg. Herra trúr,hvert er okkar fullveldi??? Það er okkur ekki ofviða að sækja það bara aftur. Tek undir með Jóni Steinari,svo sannarlega á Össur að svara til saka hjá ,,Sérstökum,,.
Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2011 kl. 23:29
Herra trúr Össur minn! Eru rökin þau að þar sem við höfm þegar tekið upp einhver örfá prósent af regluverkinu á afmörkuðu sviði í viðskiptasamvinnu að við gætum allt eins kastað því öllu á glæ?
Það væri jafnvel bara kostur? Þetta er svo gaga hjá manninum að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.
Ef á annað borð við höfum afsalað fulveldinu í efta (sem er ekkert líkt ESB í eðli sínu) þá held ég að það verði þá bara að lagfæra, því það er einfaldlega ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá og er ekki enn.
Að taka upp sameiginlegar reglur í milliríkjasamningum er varla hægt að túlka sem afsal fullveldis. Við höfum ekki afsalað yfirráðum yfir neinu né sjálfstjórn. Sé svo, þá ber okkur að rifta því samstarfi á stundinni og fangelsa þá sem skrifuðu undir.
Plain and simple.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 04:57
Rétt væri að spyrja Össur: Erum við fullvalda þjóð? Ef hann svarar því neitandi þá verður hann að sýna fram á það. Ef það er raunin að einhver hefur afsalað fullveldinu að hluta eða öllu leyti, þá eru það landráð og brot á stjórnarskrá og þarf að leiðrétta hið snarasta.
Hvernig líst þér á þann díl Össur?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 05:02
Össur og flokkur hans hafa lengi blekkt vísvitandi um dýrðarsamband þeirra. Og nota EES sem lélega skýringu á að við ættum núna bara að gefa upp fullveldið. Og stór hluti okkar vildum aldrei neitt með EES hafa einu sinni og fengum engu um ráðið. Össur og hans flokkur halda sig víst hafa það vald að geta farið með fullveldi ríkisins að geðþótta og mál að koma þeim úr stjórn.
Elle_, 17.5.2011 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.