Mánudagur, 16. maí 2011
Samfélagsólga en pólitísk ördeyða
Ólgan i samfélaginu fær annað slagið útrás; um helgina vegna opnunarhátiðar Hörpu. Þar stóð annars vegar elítan og hélt upp á nýtt tónlistarhús en aðrir sáu snobbhöll. Þess á milli fellur allt í dúnalogn. Í kringum kjarasamningana var reynt að spana upp hasar en tókst ekki.
Samfélagshræringar eftir hrun finna ekki enn farveg. Pólitíska kerfið, sem ber jú stóra ábyrgð á hruninu, þjónar ekki því hlutverki að búa til valkosti um hvernig eftirhrunssamfélagið á að líta út.
Pólitíska ördeyðan getur ekki staðið lengi. Kerfið lætur undan með brauki og bramli næstu vikur og mánuði.
Athugasemdir
Pólitíska erfið er önnum kafið við að verja sig og hagsmuni þeirra sem innan þess standa þ.e.a.s. stjórnmálamenn, flokka og flokksdindla og spunameistara sem stundum eru kallaðir "aðstoðarmenn".
Kerfið er ekki að búa til valkosti fyrir almenning í eftirhruns-samfélagi.
Það er að verja eigin hagsmuni.
Og kemst upp með það.
Allt er hér hrunið nema kerfi pólitísku elítunnar.
Þetta gæti hvergi annars staðar gerst.
Íslendingar eru lélegastir þjóða.
Algjörir eymingjar.
Karl (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.