Lífeyrissjóðir féflettir með svikamyllu Magma

Svikamyllan sem Íslandsbanki og Ross Beaty settu upp til að féfletta íslenska lífeyrissjóði er með almannatengla til að skrifa glæsifréttir af afkomu Magma. Fjölmiðlar birta hráar fréttatilkynningar og eru nytsamir sakleysingjar við að setja glassúr á svikamylluna. Blaðamenn athuga ekki augljósustu misfellur, t.d. að um leið og tilkynnt er um ofsahagnað Magma er greint frá samruna við annað fyrirtæki.

Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson gerir sér far um að skoða baksvið orkufyrirtækja. Hann vekur athygli á því að  hlutabréfaverð í Magma var  á hraðri niðurleið fyrir samruna við  Plutonic Power. Magma var svokalla ,,penny stock" fyrirtæki sem gerir þau auðveld verkfæri til að féfletta fjárfesta.

Í sama bloggi Ketils er sett spurningarmerki við óraunhæfar áætlanir Magma, sem eftir kennitölubreytingu heitir Alterra Power, á nýtingu jarðvarma á Reykjanesi.

Svikamylla Magma og Íslandsbanka mallar áfram á meðan fjölmiðlar láta nota sig að búa til glæsimynd af skúffufyrirtæki sem ætlað er að féfletta fjárfesta.


mbl.is Hagnaður Magma eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband