Sunnudagur, 15. maí 2011
Lífeyrissjóðir sökunautar bankaræningja
Lífeyrissjóðirnir töpuðu 300 milljörðum króna á útrásinni. Dómgreindalausa hálaunafólkið sem stýrir lífeyrissjóðum vinnandi fólks telur sig hæft til að sitja áfram og braska með eigur almennings, t.d. að taka þátt í Magma-sóðaskapnum, sem raunar hefur fengið nýtt nafn.
Í fréttum RÚV í kvöld var sagt frá skipulagðri markaðsmisnotkun bankanna til að halda uppi hlutabréfaverði. Lífeyrissjóðirnir áttu fulltrúa í stjórnum bankanna og tóku þátt í margvíslegum viðskiptagjörningum sem þola ekki dagsins ljós.
Lífeyrissjóðaliðið ætlar sér að sitja kjurrt og læra ekkert af hruninu. Lífeyriskerfið nýtur lagaverndar sem þarf að endurskoða í því ljósi að fyrirsvarsmenn kerfisins eru sökunautar bankaræningja.
Athugasemdir
Páll hefur því miður mikið til síns máls. Mikil hlutabréfakaup lífeyrissjóða eru ekkert annað en brask, sem getur farið illa og fór illa, og góð hagnaðarvon er ekki nóg, þegar ræðir um lífeyri almennings. Lífeyrissjóðir eiga ekki heldur að lána bönkum eða fyrirtækjum, nema með mjög góðum tryggingum, og á það skorti. Þess vegna er eðlilegt að: 1) skipta um allmarga stjórnendur í sjóðunum og 2) breyta stefnu hjá mörgum þeirra. Hvort tveggja geta þeir gert sjálfir, óháð lagabreytingum, en hafa til þessa varla gert á nógu sannfærandi hátt. Sérstaklega er ísjárvert, að lífeyrissjóðir láti það eftir ríkisstjórnum að koma áhugamálum þeirra til hjálpar, nema ef til vill gegn fullri ríkisábyrgð og öðrum nauðsynlegum skilyrðum.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.