Lausung og lygi á evru-svæðinu

Grikkir stóðu ekki við fyrirheit um niðurskurð opinberra útgjalda og fengu í síðustu viku heimsókn frá framkvæmdastjórinni í Brussel. Í framhaldi lofa Grikkir opinberlega bót og betrun. Á bakvið tjöldin hóta þeir Evrópusambandinu að segja sig frá evru-samstarfinu og fara í gjaldþrot. Þar með væri lögeyrir 17 ríkja Evrópusambandins í uppnámi og framtíð sambandsins.

Þýskir embættismenn láku lítt dulinni hótun Grikkja til Spiegel. Föstudaginn 6. maí verður haldinn neyðarfundur í Lúxemburg vegna hótunar Grikkja, sagði Spiegel í frétt daginn áður. Fjandinn varð laus í Evrópu strax eftir frétt þýska tímaritsins. Forseti eurogroup, fastanefnd fjármálaráðherra evruríkjanna, Jean-Claude Juncker, neitaði að fundurinn færi fram.

Lygin í Lúxemburg var rekin ofan í Juncker og Evrópusambandið; það var fundur um mögulegt ríkisgjaldþrot Grikkja. Financial Times skrifaði leiðara fyrir helgi þar sem yfirveguð og bláköld lygi Juncker er sögð óafsakanleg.

Tiltrú evru-svæðisins sekkur um leið og tilraunir til að auka trúverðugleika grískra ríkisfjármála steyta á skeri. Telegraph segir frá könnun Bloomberg meðal 1300 fjárfesta; yfir 85 prósent þeirra telja að Grikkland verði gjaldþrota og um helmingur að Írland og Portúgal fari sömu leið.

Á meðan evran leggur í rúst fjármál hvers jaðarríkis Evrópusambandsins á fætur öðru stendur utanríkisráðherra Íslands með umsókn í hendi og biður um inngöngu í evru-svæðið. Össur Skarphéðinsson er tilbúinn að borga 15 milljarða króna árlega til að komast inn í brennandi evru-húsið. 


mbl.is Einkavæðing forgangsverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband