Laugardagur, 14. maí 2011
Strandríki gegn meginlandsbandalagi ESB
Menning og hagsmunir strandríkja á Norður-Atlantshafi eru aðrir en meginlandsklúltúr Evrópusambandsins. Kanada, Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur eiga marga hagsmuni sameiginlega og að hluta náskylda menningu. Að auki er stórveldi í vestri, Bandaríkin, sem jafnframt er næmari á hagsmuni strandríkja en Brussel.
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra gerir að umtalsefni þá undarlegu stöðu að Ísland eitt ríkja á Norður-Atlantshafi sendir umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Björn skrifar í leiðara Evrópuvaktarinnar.
Vilji Íslendingar halda sérstöðu sinni sem norðurslóðaþjóð eiga þeir að efla tengsl í vestur, til Bandaríkjanna og Kanada. Vilji þeir glata þessari sérstöðu sinni eiga þeir að ganga í Evrópusambandið, afhenda strandríkisrétt sinn í hendur framkvæmdastjórnar ESB, loka utanríkisráðuneyti sínu og láta framkvæmdastjórn og utanríkisþjónustu ESB sjá um framhaldið. Þetta eru einfaldir og skýrir kostir. Hið undarlega er að utanríkisráðuneytið hefur valið síðari kostinn. Er nokkur furða að þar ríki pukur og flótti frá raunveruleikanum í ESB-málum?
Strandríkjahagsmunum Íslands er betur borgið í samstarfi við þjóðir sem byggja á líkri afkomu. Dómgreinarleysið sem lýsir sér í því að umsókn liggur í Brussel um aðild Íslands að meginlandsbandalagi Evrópuþjóða er átakanlegt.
Athugasemdir
Þetta er öfugsnúið hjá Birni, en kemur ekki á óvart. Þar sem að Björn Bjarnarson fyrrverandi dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokksins er og hefur alltaf verið hallur undir þá hugmyndafræði sem er stunduð í Bandaríkjunum.
Ef að Björn vill efla tengsl sín við Bandaríkin. Þá mæli ég með því að hann byrji á að flytja þangað sem fyrst.
Það eru strandríki við Norður Atlanshaf sem tilheyra ESB. Eiginlega eru bara öll strandríki við Norður Atlantshaf í ESB. Nema Ísland og Noregur. Síðan er Grænland ekki í ESB (ennþá), en þeir eru bara fullvalda ríki eins og stendur.
Færeyjar eru eyjar, en fullvalda engu síður og fyrir utan ESB (eins og stendur).
Þannig að útskýringar þínar Páll og Björns standast ekki nánari skoðun.
Jón Frímann Jónsson, 14.5.2011 kl. 16:04
Það þarf að gefa Jóni Frímanni heimskort. Ekkert meðlimaríkja ESB á nefnilega landamæri að Norðurskautinu.
Alaska er fylki í USA, Kanada tilheyrir Kanada, Rússland Rússlandi, Grænland Grænlandi, Noregur Noregi, Færeyjar Færeyjum og Ísland Íslandi. Finnland og Svíþjóð eiga ekki landamæri að Norðurhöfum.
Veiki punkturinn er Ísland. Vonarpeningur ESB.
Kolbrún Hilmars, 14.5.2011 kl. 17:15
Jón Frímann þessi umsókn í ESB. er afar umdeild,að ekki sé meira sagt. Við sem viljum halda sérstöðu okkar og sjálfstæði, (og erum miklu fleiri) höfnum einfaldlega aðild. Þú mælast til að Íslendingur,sem aðhyllast BNA.hugmyndafræði,flytjist þangað,þá væntanlega allir,sem aðhyllast aðrar stefnur en ESB.Meðan það er ekki orðið á valdi ríkisstjórnar,fagna ég,því annars væru örfáir eftir. Nær væri að þeir flyttu til ESB.,sem það dásama,þá væri rjóminn eftir.
Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2011 kl. 17:39
Helga Kristjánsdóttir, Hvaða sjálfstæði fellst í því að hafa engin áhrif á umhverfið í kringum sig ? Þessi umsókn er ekkert umdeild. Það er rangt að halda því fram. Það eru þó þeir sem eru á móti henni vegna þess að þeir elska efnahagsóstöðugleikan og kreppuna. Þjóðrembur eins og þú (og fleiri hérna) eru skaðvaldar Íslands. Sagan mun fjalla um ykkar á sannan hátt þegar þar að kemur. Jafnvel þó svo að það taki 20 ár í viðbót.
Kolbrún, Síðast þegar ég gáði þá eru bæði Finnland og Svíþjóð innan Norðurheimskautsins og einnig aðildarríki ESB. Þannig að þessi fullyrðing þín er röng. Það breytir engu þar um þó svo að hvorki Finnland eða Svíþjóð hafi aðgang að sjálfu norðurheimskautinu (hafinu). Þau eru innan norðurheimskautsins.
Kanada er Commonwealth ríki Bresku krúnunar. Æðsti þjóðhöfðingi Kanada er Breska drottningin. Rússland er vissulega sjálfstætt ríki, en Rússland sem slíkt er eitt stærsta ríki í heimi. Þannig að það kemur lítið á óvart að þeir skuli hafa aðgang að norður heimskautinu.
Bæði Grænland og Færeyjar eru innan Danska ríkisins. Þó svo að bæði hafi þau fullveldi og sjálfsvald í sínum eigin málum samkvæmt samningum við Danska ríkið. Sem sjálfsstjórnarsvæði þá kusu bæði Færeyjar og Grænland að vera fyrir utan ESB eins og þau hafa rétt á samkvæmt sáttmálum ESB.
Þessi uppspuni um að ESB sækist eitthvað sérstaklega eftir áhrifum á norðurheimskautinu stenst ekki nánari skoðun og hefur aldrei gert það.
Jón Frímann Jónsson, 14.5.2011 kl. 19:41
Óttalegur atvinnukjáni ertu Jón Frímann, og dónaskapurinn og hrokinn er þér og ykkur kommahyskinu augljóslega eðlislægur. Ljóst að heilbryggðiskerfið í ESB draumarveröldinni þinni þar sem þú ert staddur núna, er ef eitthvað er mun verri en hér í kreppunni.
Hvern andskotans þykistu vita um hvað ESB ásælist eða ekki, og hvað þá það sem varðar aðgang að norðurheimskautasvæðinu? Sem betur fyrir ESB, þá eru eitthvað betur gerðir aðilar og hvað þá gefnir innan þessa draums Hitlers og Nazista að þeir sjái að Evrópuskrýmslið þarf aðgengi að mun meiri verðmætum en eru nú þegar innan þess, og þess vegna grýðalegir hagsmunir í húfi með að fá sneið af kökunni í Norður - Íshafinu. Þú yrðir örugglega seinasti maðurinn til að fá fréttir af slíkum áformum.
Evrópusambandið hefur svo sannanlega ætlað sér mjög stóra hluti á Norður - Íshafinu, enda svæðið mjög dýrmætt og mikilvægt fyrir framþróun í heiminum til framtíðar. Einungis olíubirgðir sem taldar eru vera undir íshellunni og opnun nýrrar mjög mikilvægrar siglingaleiðar ætti að duga flestum sæmilega skýrum skólakrökkum til að átta sig á um hvað málið snýst fyrir Evrópusambandið. Það hefur markað sér opinbera norðurslóðastefnu og sótt um fasta áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Og hverju skyldi nú sæta?
Fulltrúar Kanada í ráðinu hafa sem betur fer komið í veg fyrir það en Evrópusambandið sækir þessi réttindi af þekktri græðgi og hikar ekki við að beita óheiðarlegum vinnubrögðum til að reyna að fá drauminn uppfylltan. Tvö ríki Evrópusambandsins teljast norðurslóðaríki, Finnland og Svíþjóð.
Ekkert ríki Evrópusambandsins telst strandríki á norðurslóðum. Það er því útilokað frá þessum gæðum. Evrópusambandið hefur gríðarlega mikinn áhuga á þessari nýju siglingaleið og má rekja það til þess að 90% af innflutningi Evrópusambandsríkjanna er sjóleiðis og 40% af útflutningi.
Evrópusambandið hamast við að leggja fram og samþykkja allskonar tillögur um norðurslóðir í Evrópuþinginu þrátt fyrir að hafa enga aðkomu að svæðinu. Til dæmis samþykkti Evrópuþingið umdeilda tillögu árið 2008 um nauðsyn þess að gera alþjóðlegan Norðurskautssáttmála með Suðurskautssáttmálann frá árinu 1959 sem fyrirmynd. Þessi hugmynd er í algerri andstöðu við Ilulissat-yfirlýsinguna sem gengur út á að strandríki norðurslóða verði umsjónarmenn þessa einstaka vistkerfis sem í Norður – Íshafi er að finna.
Þingmenn Evrópusambandsins létu ekki þar við sitja heldur lögðu fram tillögu á Evrópuþinginu vorið 2009 um að bannað yrði að nýta svæði á norðurskautinu næstu 50 árin og að Evrópusambandið ætti að gera Rússum það skýrt að sambandið viðurkenndi ekki yfirráð þeirra yfir Norðausturleiðinni. Vegna þess hve málið var umdeilt frestaði Evrópuþingið að greiða atkvæði um það. Evrópusambandið ætlar sér stóra hluti á svæðinu en hefur ekki beina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur hafnað sérstökum alþjóðasamningi um norðurskautið en lagði þess í stað að þróuð yrði fjölþjóðleg yfirstjórn svæðisins. Einnig hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bent á nauðsyn þess að allir aðilar Norðurskautsráðsins eigi jöfn pólitísk réttindi að norðurslóðum en ekki bara strandríki og er sambandið líklega að vísa til þess að Svíum og Finnum var ekki boðið til Ilulissat-fundarins.
Evrópusambandið virðir eða skilur ekki frekar en venjulega neitt nema það sem hentar og hagnast því. Það skilur ekki auðlindanýtingu og mikilvægi svæðisins fyrir þær þjóðir sem eiga réttinn, nema auðvitað á þann eina hátt, að beita gömlu Evrópsku yfirráðastefnunni fyrir eigin hagsmuni sama hvað það kostar.
Eins og snillingurinn Jón Frímann skrifaði.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 22:40
Takk fyrir, Guðmundur 2 Gunnarsson.
Með þessum kjarnyrta pistli þínum þá beinlínis jarðaðir þú ESB dindilinn Jón Frímann Jónsson!
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 00:07
Jón Frímann: >Ef að Björn vill efla tengsl sín við Bandaríkin. Þá mæli ég með því að hann byrji á að flytja þangað sem fyrst.<
Nei, Björn Bjarnason ætti ekki að fara neitt. Heldur ættuð þið Evrópuríkis-elskendur og -umsækjendur að fara sem fyrst og leyfa Birni Bjarnasyni og okkur hinum að vera í okkar landi í friði. Í Evrópuveldið þar sem ykkur mun örugglega verða stýrt í einu og öllu. Í guðs bænum farið.
Elle_, 15.5.2011 kl. 01:00
Og svo segir Jón Frímann við Helgu: >Þjóðrembur eins og þú (og fleiri hérna) eru skaðvaldar Íslands. Sagan mun fjalla um ykkar á sannan hátt þegar þar að kemur.<
Getur ekki verið að þú sért bara of ruddalegur, Jón Frímann, kastandi ljótum orðum í menn sem vilja halda sjálfstæði landsins? Og kastar líka skít í Bandaríkin eins og ýmsum EU-sinnum er títt. Gerir það alla ÞJÓÐREMBUR að vilja ekki gangast undir vald Evrópuveldiins? Líka þau okkar sem höllumst að Bandaríkjunum, Færeyjum, Kanada? Og hvaða ÞJÓÐREMBA væri það??
Elle_, 15.5.2011 kl. 01:13
Var að koma úr Júrovisangleði.opnaði tölvuna og er himinlifandi með ath.semd Guðmundar 2 Gunnarssonar,tek undir með Gunnlaugi og þakka þennan kjarnyrta pistil. Sannleikurinn er sagna bestur,hann er okkar megin,esb-andstæðinga. Mb.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2011 kl. 01:29
PS. Dvaldi lengi við áður en ég sendi ath.semd,þakka fyrir Elle.
Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2011 kl. 02:12
Jón Frímann, best að fá lánaða mynd af tenglinum þínum, sem sýnir heimskautasvæðið.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2011 kl. 03:34
Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2011 kl. 03:35
Þú lest ekki tenglana þína fremur en venjulega. Ertu að rugla saman norðurhvelinu og norðurheimskautinu?
Hvernig er annars á sósíalnum í ESB? Varstu ekki að gefast upp á þessu og koma heim?
Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2011 kl. 03:38
EU-sinnar rugla líka of oft saman Evrópu og Evrópusambandinu. Það sést þegar þeir kalla okkur hin ´Evrópuhatara´. Væri eftir honum/þeim að halda að norðurhvel jarðar væri það sama og norðurheimskautið.
Leyfum þeim ekki að ljúga yfir okkur orðum eins og ´Evrópuhatarar´,´ofstækismenn´, ´þjóðernisofstækismenn´, ´þjóðrembur´, ´öfgamenn´ fyrir það eitt að vilja ekki gefa upp fullveldi og sjálfstæði landsins og borga kúgunina ICESAVE. Það hafa þeir gert endalaust og Jón Frímann verið aðalforsprakkinn. Ætti ekki að kalla það ofstæki?
Elle_, 15.5.2011 kl. 12:41
Jón Frímann, þú segir:
"Síðast þegar ég gáði þá eru bæði Finnland og Svíþjóð innan Norðurheimsskautsins og einnig aðildarríki ESB".
Ég nefndi landamæri - ekki breiddargráður. Þar að auki eiga Færeyjar hlut að málinu, þótt eyjarnar séu ekki "innan" Norðurheimsskautsins.
Kominn tími til þess að gá aftur!
Kolbrún Hilmars, 15.5.2011 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.